Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ljóð

Fátæklegt orðaval

Mér finnst orðaval fréttamanns heldur fátæklegt þegar þörf er á að tala um að flugvél lendi í vinhviðu í lendingu, í stað þess að hún hefði fengið á sig vindhviðu. 

Þau lentu í vindhviðu í lendingu,
og lentu í vanda.
En lentu samt ekki að endingu,
orð skulu standa.

 


mbl.is Lá við flugslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólínulimra Þorvarðardóttur

Ólína Þorvarðardóttir skrifar á blogsíðu sinni að hún hafi áhyggjur af framtíð íslenskunnar.

Verður íslenska brátt ónothæf í vísindasamfélaginu á Íslandi? Ýmsir eru uggandi um framtíð íslenskunnar, telja jafnvel að hún sé að verða undir sem nothæft tungumál í vísindum og fræðum. Ýmsar blikur eru á lofti ...

Við ættum að hlusta á Ólinu!
Á íslensku beita skal gólinu.
Því málið að missa,
yrði mikilvæg skyssa

og bölvað að gríp' oss í bólinu.

 


Limrur

Dæmalaust falleg er Díana
og dólgarnir alls ekki flýj'ana.
Þeir hugsa um eitt,
sem hún getur veitt
og það fer svona ferlega í'ana.

Um daginn tók Kiddi af Kára mynd,
hvar kappinn leit út eins og Bára Hind.
Svo til þess að grínast
og talsvert að sýnast,
þeir smellt'enn'á sýningu í Smáralind.

Hann Skúli er skipstjóri á Fífunni
og skopast að efnahagsdýfunni.
Því frekar en fiska,
hann fær sér oft diska,
á útsölu - oftast í Skífunni.


Limra

Mikilvægt mannsins er starf
og margt nú að ræða oft þarf.
En undarlegt pínu,
er að áliti mínu,
þegar alvöruleikskóli hvarf.


mbl.is Kópavogsbær tekur við rekstri leikskólans Hvarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Limrur

Brjáluð af reiði varð brúðurin,
er birtist einn helvítis trúðurinn.
Hún tók hann á taugum,
með trylling í augum
og barði hann beint á lúðurinn.

Eins og Páll löngu mér lofaði,
er létti í hans kolli og rofaði.
(Skelfileg glíma,
er glíman að ríma.)
En hann svaf ekki neitt, heldur „sofaði“.

Um lækniskraft lyfja hann efaðist,
Lárus, er dóttir hans kvefaðist.
En keypti samt eðal-
kvefpestarmeðal
og hóstinn víst samstundis sefaðist.


Limra

Ef ökumaður var ölvaður,
þá áfengisdjöfullinn bölvaður,
keyrði í á
og eftir varð þá,
bíllinn þar - blautur og mölvaður.

mbl.is Ók út í Elliðaá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Limra

Ég hef gantast við Gísla Rúnar,
sem finnst gaman að hvísla snúnar,
limrur og gátur,
sem lúmskt vekja hlátur.
Hann er langt frá að sýsla við fúnar.

Limra

Pólverjinn Paganíni,
er púki með svaka trýni.
Hann er kubbslegur, lítill
og kantaður trítill,
sem kann ekki að taka gríni.

 


Limra

Vinur minn, Vilhjálmur Jósafat
veitingamaður, hjá Rósa sat:
"Paprikupasta,
já punktur og basta,
ég dýrka - og allskonar dósamat."


Fann hass á heilbrigðisstofnun

Þessi frétt á lögregluvefnum vakti athygli mína. Það er gott að hafa fíkniefnaleitarhundana, þeir ættu bara að vera fleiri. En til útskýringar á limrunni, þá má geta þess að sumir smygla eiturlyfjum með því að gleypa þau í gúmmíumbúðum, sem skila sér svo hefðbundna leið út um óæðri endann:

Þett' er ljómandi hundur, sem Lassi,
sem leitar að dópi úr rassi.
Og á heilbrigðisstað,
var eitthvað heilmikið að,
þar fannst lúka af lækningahassi.

Hér er fréttin á vefsíðu lögreglunnar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband