Leita í fréttum mbl.is

Limrur

Brjáluð af reiði varð brúðurin,
er birtist einn helvítis trúðurinn.
Hún tók hann á taugum,
með trylling í augum
og barði hann beint á lúðurinn.

Eins og Páll löngu mér lofaði,
er létti í hans kolli og rofaði.
(Skelfileg glíma,
er glíman að ríma.)
En hann svaf ekki neitt, heldur „sofaði“.

Um lækniskraft lyfja hann efaðist,
Lárus, er dóttir hans kvefaðist.
En keypti samt eðal-
kvefpestarmeðal
og hóstinn víst samstundis sefaðist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband