Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Tónlist

Skondin mynd #1 Risaheyrnartól

Fékk sendar nokkrar bráđskondnar ljósmyndir. Hér er ein ţeirra.

 

huge-headphones_784469.jpg


Ţórulimra

Ţjóđlagasöngkonan Ţóra,
viđ ţjóđleikhús- sagđi hún -stjóra:
„Af spenningi spring,
er ég spila og syng.“
(Svo fékk hún sér svo fullmarga bjóra.)

Bćđi gull og silfur til Kópavogs!

Ţađ kemur ekki mjög á óvart ađ lesa ţessa frétt, ţví eftir ađ ég kynntist Tótu, fyrir um 10 árum síđan, hef ég séđ hve magnađur dugnađarforkur hún er. Hún er í rauninni snillingur, sem ćtti ađ vera farin fyrir löngu, löngu síđan út í hinn stóra heim til ađ stjórna einhverjum af frćgustu kórum sögunnar.

En í stađinn, ţá heldur hún sig viđ Skólakór Kársness og á hverju ári gerir hún ţann kór ađ frábćrum kór á heimsmćlikvarđa, sem sannađist nú í kórakeppninni í Rússlandi. Ađ fá gull- og silfurverđlaun, en ekkert annađ en tćr snilld. Ţađ undirstrikar bara hversu frábćr hún er.

Hún var rétt rúmlega tvítug og nýbúinn í námi ţegar frćndi hennar, Björn heitinn Guđjónsson, stjórnandi Skólahljómsveitar Kópavogs til margra ára, hafđi samband viđ hana og tilkynnti henni ađ hann vćri búinn ađ ráđa hana sem kórstjóra. Hann hefđi sagt ţáverandi skólastjóra Kársnesskóla, Gunnari Guđmundssyni, ađ hann vćri einmitt međ réttu manneskuna í kórstjórastarfiđ og ţađ vćri klappađ og klárt. Hún hélt víst ađ hún vćri enginn bógur í slíkt starf, en hér er hún enn, 32 árum síđar.

koradiskarÉg vil líka vekja athygli á tveimur síđustu diskunum sem gefnir hafa veriđ út á vegum kórsins. Ţađ er annars vegar Bergmál, ţar sem kórinn flytur kórverkiđ Bergmál eftir Ragnhildi Gísladóttur, Sjón og japanska slagverks- leikarann Stomo Ymash´ta. Diskur sem hefur vakiđ óskipta athygli víđa um heim.

Hins vegar er ţađ sönghópurinn Vallargerđisbrćđur -  Rikki, Hnokki, Eysteinn og Addi, kórstrákarnir fjórir sem hćttu ekki ađ syngja eins og allir hinir ţegar ţeir fóru í mútur. Fóru bara heim til Tótu og byrjuđu ađ ćfa í kvartett. Frábćrt lagaval og sönggleđi eru ađalsmerki ţessarar geislaplötu sem ber nafniđ Ćskunnar förunautar! Ţetta eru hćfileikaríkir strákar sem hafa m.a. komiđ fram á tónleikum hjá Álftagerđisbrćđrum.

En gulliđ og silfriđ í Rússlandi er frábćr viđurkennig til krakkanna og ekki hvađ síst til Tótu, sem hefur stađiđ sig eins og hetja í kórstjórastarfinu. Starfi sem er sjálfsagt stundum erfitt, stundum vanţakklátt og stundum taugatrekkjandi, en í dag stendur hún ábyggilega teinrétt međ bros á vör (eins og nánast alltaf).

Til hamingju Tóta! Til hamingju krakkar!
Til hamingju Kópavogsbúar!


mbl.is Skólakór Kársness hreppti gull
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Neil Diamond-vísa

Takmarkinu náđi Neil,
númer eitt í Billboard-pressu.
Eflaust gerir góđan deil
og grćđir pottţétt vel úr ţessu.

mbl.is Neil Diamond náđi toppsćtinu loksins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Enda eru engin haldbćr rök!

Varla er undrun á fjađrafoki
og fjölmargra veini og kveini.
Ţegar alhelstu rökin úr Árna koki:
„Sá eini sem nefndur er Steini“

 


mbl.is Dómarafélag Íslands: Ráđherra fćrđi ekki viđhlítandi rök
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband