Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ljóð

Limra

David Blaine vaxinn er vandanum,
og vel tekur á öllum fjandanum.
Um metið skal ort hér,
því meira en korter,
hjá Opruh, hélt niðr' í sér andanum.


mbl.is Hélt niðri í sér andanum í rúmar 17 mínútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Limra

Við gefum okkkur að næsti maður á eftir lögreglumanninum gleymna í Svíþjóð, hafi heitað Stellan Pärson: 

Ég býst við að haf' orðið hissa,
sá herra sem næst þurft' að pissa.
Það fór hrollur um Stellan,
er hrist' átti sprellann,
því þá blasti við lögreglubyssa.


mbl.is Lögga í spreng gleymdi byssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Limra

Hannes fer oft suðr'í Hafnarfjörð
og heilmikil æfing er þarna gjörð,
með einhverri frú,
því ætla ég nú,
að fylg'onum fjári stór barnahjörð.

Lottólimra

Vá! Þú færð vinninga stóra,
ef valdirðu 24.
Og 6-ið kom þá
síðan 23
„hálfan 42“ og svo 4.


mbl.is Þrír með allar tölur réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísa

Hugarafl fólkið nú færði allt saman
og fylltur var kaffibrúsi.
Allir svo höfðu það gott og gaman,
á „geðveiku kaffihúsi“.

mbl.is Geðveikt kaffihús hjá Hugarafli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Limra

Nú er ég langþreyttur neytandi,
því Nóatún alltaf er breytandi,
verði á kassa,
það virðist ei passa,
við hilluverð, þetta er þreytandi. 


Limra

Hann Ólafur áleit til bölvunar,
allskonar vandræði tölvunnar,
sem fimm sinnum fraus
og fjandinn varð laus,
sem varð síðan ástæða ölvunar.


Limra

Thor fór í eldhúsið - til að nokk,
tómatasalati að skila kokk.
En kom svo til baka,
frá kokknum með svaka
flottan og spánýan spilastokk.

Limra

Yfir fréttunum drottnar oft drunginn,
svo dæmalaust alvöruþrunginn.
En er þett' einhver frétt,
jafnvel þó það sé rétt,
að pilturinn raki á sér punginn?

mbl.is Daglegur rakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Limra

Nú tek ég það rólega í Thailandi,
hvar tóbak fólk er ekki svælandi.
Því bannað að reykja
og rettum í kveikja,
er kaupir þér drykk, soldið kælandi.

Það er semsagt búið að banna reykingar á öllum veitingastöðum og börum í landinu. Nú er þriggja mánaða aðlögunartími, en að honum loknum verður hægt að sekta þá sem reykja um 4.000 kr. og staði, sem leyfa reykingar óátalið, um 40.000 kr. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband