Færsluflokkur: Menntun og skóli
21.7.2008 | 18:14
Setja takmarkanir á Stöð 2, takk!
Ég, sem áskrifandi að Stöð 2, óska hér með eftir að settar verði takmarkanir á auglýsingaflóði því sem dynur yfir okkur. Aftur og aftur fer dagskráin úr skorðum vegna auglýsingaflóðs og kornið sem fyllir mælinn er tvímælalaust auglýsingar inni í miðju framhaldsþáttum og myndum. Það er með öllu óþolandi að áskriftarsjónvarp þurfi að vera með slíkar eyðileggingar á þáttum sínum. Ef þættir eru vinsælir, geta fullborgandi áskrifendur átt von á jafnvel tveimur auglýsingahléum sem eyðileggja áhorfið og stemmninguna.
Látum vera að nefna Skjá einn. Það er fullt af góðum þáttum þar, en þar eiga auglýsingar einmitt rétt á sér, því áhorfið er ókeypis. Stöð 2 hefur orðið græðginni að bráð og ætti ekki að leyfast að rjúfa jafnvel stutta þætti, ekki nema hálftíma, með auglýsingum.
![]() |
Vilja takmarkanir á RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.7.2008 | 04:52
Skrambi góð mynd
Ég sá Batman-myndina í fyrradag og verð að segja að hún er bara skrambi góð. Heath Ledger stóð langt upp úr sem Jókerinn, en ég var alls ekki eins ánægður með leik Christian Bale, sérstaklega hvernig hann er látinn urra í stað þess að tala, í hlutverki Batmans. Þá fannst mér Aaron Eckhart frekar ósannfærandi í hlutverki Harvey Dent og síðar í hlutverki Two-Face, þótt gervi hans væri flott. Uppúr stóðu Heath Ledger, eins og áður sagði, Gary Oldman, Morgan Freeman og svo séntilmaðurinn Alfred,sem Michael Cane lék. Svo fanns mér Eric Roberts koma skemmtilega á óvart í hlutverki Salvatore Maroni.
Fín mynd sem er vel þess virði að sjá hana.
![]() |
Kvikmynd um Leðurblökumanninn setur aðsóknarmet |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 04:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2008 | 22:15
Karrýlimra
Farþegar flýja í hurry,
og flestallra hugsun er blurry,
Því ólykt og pest,
þá plagaði mest,
but please don't you worry, it's curry!
![]() |
Efnaárás reyndist karrý |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.7.2008 | 18:34
Kerslimra
Lögeignarlið sem á Ker,
nú lokar á túrista hér.
Allt mölvar og treður,
jafnt mæður sem feður
og óknyttisormanna her.
![]() |
Aðgangur að Kerinu í Grímsnesi takmarkaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2008 | 09:55
Það heitir HAPPDRÆTTI, Sumarliði!
Ég geri ráð fyrir að þú sért kominn aftur til starfa á mbl.is, því undanfarna daga hafa ambögurnar og vitleysurnar aukist til muna.
Hafðu bara í huga að rétt er að flýta sér ekki um of í fréttaskrifunum. Þú færð ekki borgað eftir afköstum. Þú ert á tímakaupi. Flettu upp orðum sem þú ert ekki viss um og fáðu jafnvel einhvern til að prófarkalesa áður en færslurnar birtast.
Þá verða allir svo miklu glaðari.
![]() |
Varað við SMS skilaboðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2008 | 11:28
Indíánalimra
Ljósmyndarinn José Carlos Dos Reis Meirelles varð frægur fyrir að taka myndir af afar frumstæðum ættbálki indíána á landamærum Brasilíu og Perú, sem hann staðhæfði að hefði ekki verið vitað um fyrr. Nú hefur komið í ljós að vitað hafi verið um tilvist hans frá árinu 1910.
Margt hefur drifið á daga,
Dos Reis Meirelles - hins raga,
sem laug okkur full,
þetta er lýgi og bull,
bara uppskálduð indíanasaga.
![]() |
Uppskálduð indíánasaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2008 | 16:37
Bæði gull og silfur til Kópavogs!
Það kemur ekki mjög á óvart að lesa þessa frétt, því eftir að ég kynntist Tótu, fyrir um 10 árum síðan, hef ég séð hve magnaður dugnaðarforkur hún er. Hún er í rauninni snillingur, sem ætti að vera farin fyrir löngu, löngu síðan út í hinn stóra heim til að stjórna einhverjum af frægustu kórum sögunnar.
En í staðinn, þá heldur hún sig við Skólakór Kársness og á hverju ári gerir hún þann kór að frábærum kór á heimsmælikvarða, sem sannaðist nú í kórakeppninni í Rússlandi. Að fá gull- og silfurverðlaun, en ekkert annað en tær snilld. Það undirstrikar bara hversu frábær hún er.
Hún var rétt rúmlega tvítug og nýbúinn í námi þegar frændi hennar, Björn heitinn Guðjónsson, stjórnandi Skólahljómsveitar Kópavogs til margra ára, hafði samband við hana og tilkynnti henni að hann væri búinn að ráða hana sem kórstjóra. Hann hefði sagt þáverandi skólastjóra Kársnesskóla, Gunnari Guðmundssyni, að hann væri einmitt með réttu manneskuna í kórstjórastarfið og það væri klappað og klárt. Hún hélt víst að hún væri enginn bógur í slíkt starf, en hér er hún enn, 32 árum síðar.
Ég vil líka vekja athygli á tveimur síðustu diskunum sem gefnir hafa verið út á vegum kórsins. Það er annars vegar Bergmál, þar sem kórinn flytur kórverkið Bergmál eftir Ragnhildi Gísladóttur, Sjón og japanska slagverks- leikarann Stomo Ymash´ta. Diskur sem hefur vakið óskipta athygli víða um heim.
Hins vegar er það sönghópurinn Vallargerðisbræður - Rikki, Hnokki, Eysteinn og Addi, kórstrákarnir fjórir sem hættu ekki að syngja eins og allir hinir þegar þeir fóru í mútur. Fóru bara heim til Tótu og byrjuðu að æfa í kvartett. Frábært lagaval og sönggleði eru aðalsmerki þessarar geislaplötu sem ber nafnið Æskunnar förunautar! Þetta eru hæfileikaríkir strákar sem hafa m.a. komið fram á tónleikum hjá Álftagerðisbræðrum.
En gullið og silfrið í Rússlandi er frábær viðurkennig til krakkanna og ekki hvað síst til Tótu, sem hefur staðið sig eins og hetja í kórstjórastarfinu. Starfi sem er sjálfsagt stundum erfitt, stundum vanþakklátt og stundum taugatrekkjandi, en í dag stendur hún ábyggilega teinrétt með bros á vör (eins og nánast alltaf).
Til hamingju Tóta! Til hamingju krakkar!
Til hamingju Kópavogsbúar!
![]() |
Skólakór Kársness hreppti gull |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2008 | 17:12
Sumarliði aftur kominn til starfa á Mogganum?
Það er alveg ótrúlegt hvað hann Sumarliði (sumaríhlaupamaðurinn á mbl.is) getur verið hroðvirkur. Ég fékk hroll við að lesa þessa, annars skemmtilegu smáfrétt, því blaðamaðurinn gleymdi alveg að vanda sig.
Greip hér tvö dæmi af handahófi, annars vegar sama orðið skrifað á tvo mismunandi vegu og hins vegar mér langar dæmi... þágufallssýkina víðfrægu. Það er eitt að heyra slíkt sagt á förnum vegi, en ætti varla að sjást í fréttamiðli sem á að taka alvarlega.
![]() |
Fjögurra ára Bítlaaðdáandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2008 | 01:52
Borgarstjóralimra
Óli var með eitthvað múður,
er mætt' ann í fréttir svo prúður:
Þett' er afleitt, ei grænt,
bara óheillavænt,
alveg skelfilegt skipulagsklúður!
![]() |
Borgarstjóri gagnrýnir vinningstillöguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2008 | 02:56
Limra
Finnst ykkur furð' að ég gapi,
þá Fylkisson stjórn miss' á skapi.
Hann dólgslega lét,
og lamd' eins og ket,
löggu - sem górilluapi.
![]() |
Missti stjórn á skapi sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál