Leita í fréttum mbl.is

Setja takmarkanir á Stöð 2, takk!

Ég, sem áskrifandi að Stöð 2, óska hér með eftir að settar verði takmarkanir á auglýsingaflóði því sem dynur yfir okkur. Aftur og aftur fer dagskráin úr skorðum vegna auglýsingaflóðs og kornið sem fyllir mælinn er tvímælalaust auglýsingar inni í miðju framhaldsþáttum og myndum. Það er með öllu óþolandi að áskriftarsjónvarp þurfi að vera með slíkar eyðileggingar á þáttum sínum. Ef þættir eru vinsælir, geta fullborgandi áskrifendur átt von á jafnvel tveimur auglýsingahléum sem eyðileggja áhorfið og stemmninguna.

Látum vera að nefna Skjá einn. Það er fullt af góðum þáttum þar, en þar eiga auglýsingar einmitt rétt á sér, því áhorfið er ókeypis. Stöð 2 hefur orðið græðginni að bráð og ætti ekki að leyfast að rjúfa jafnvel stutta þætti, ekki nema hálftíma,  með auglýsingum. 


mbl.is Vilja takmarkanir á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Málið er einfalt: Segja upp áskriftinni og ná í þættina á netinu!  Láta ekki taka sig svona í bakaríið...

Sigurjón, 22.7.2008 kl. 07:17

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Eru ekki lög um að auglýsingar séu ekki í sjónvarpsefni í áskriftarsjónvarpi.Ég taldi 20 auglýsingar í einum þætti á stöð2 og skrifaði bréf til þeirra og bað um skíringu á þessu og hvort þetta væri ekki bannað en þeir svöruðu ekki.

Guðjón H Finnbogason, 2.8.2008 kl. 00:55

3 Smámynd: Gunnar Kr.

Jú, ég hélt að það væru ákveðin lög sem kvæðu á um að ekki mætti rjúfa dagskrárliði með auglýsingum, en mér sýnist sem allar stöðvarnar brjóti það þvers og kruss og komist upp með það.

Hvernig stendur á því að sett eru lög, sem er í lagi að brjóta? 

Gunnar Kr., 3.8.2008 kl. 19:02

4 Smámynd: Sigurjón

Fólk keyrir líka hraðar en 90 km/klst.  Það finnst ábyggilega mörgum í lagi að brjóta þau lög.

Mér finnst greinilega í lagi að brjóta lög um höfundarétt og hvet eindregið til að slíkt sé gert.  Mér er það til efs að margir geti slasast við það... 

Sigurjón, 4.8.2008 kl. 01:44

5 Smámynd: Gunnar Kr.

Já, en þú verður að bera saman sambærilega hluti, Sirrijón.

Margir aka hraðar en leyfilegt er, en löggan er líka alltaf einhvers staðar að mæla og þar af leiðandi er ekki í lagi að brjóta þau lög.

Aftur á móti eru mörg, mörg ár síðan Kári Waage hjá Skjá Einum var ákærður fyrir að rjúfa þætti með auglýsingum. Hann benti á fordæmisgildi bæði hjá RÚV og Stöð 2 í mótrökum sínum. Ég veit ekki hvernig það mál fór, en svo hefur ekkert verið gert síðan í að taka á málunum.

Varðandi höfundarréttarlög, þá erum við mjög  ósammála þar, það veit ég. Ég skrifaði bók í fyrra, sem var gefin út og ég fékk minn skerf fyrir vinnuna mína. En ég held að ég hefði orðið ansi fúll ef þú hefðir ljósritað hana og dreift henni ókeypis, eða ef þú hefðir skannað og búið til pdf af henni og dreift á netinu hægri - vinstri, sem hefði gert það að verkum að ég hefði setið í allan þennan tíma... og varla fengið neitt fyrir eigið blóð, svita og tár. Því hefðirðu gert það, hefði bókin ekki selst að ráði og ég þar af leiðandi ekki fengið laun.

Þú ert ánægður með að fá laun fyrir vinnuna þína, ekki satt? Hvernig fyndist þér að fá bara 50% um næstu mánaðamót, vegna þess að hluta af vinnunni þinni hefði verið stolið og dreift ókeypis? (Ef þú værir í þannig vinnu). Ja, eða bara 20% af umsömdum launum? 

Gunnar Kr., 4.8.2008 kl. 14:40

6 Smámynd: Sigurjón

Jamm, það er margt að athuga.

Já, velkominn á Klakann.  Var ekki gaman úti? 

Sigurjón, 4.8.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband