Leita í fréttum mbl.is

Bæði gull og silfur til Kópavogs!

Það kemur ekki mjög á óvart að lesa þessa frétt, því eftir að ég kynntist Tótu, fyrir um 10 árum síðan, hef ég séð hve magnaður dugnaðarforkur hún er. Hún er í rauninni snillingur, sem ætti að vera farin fyrir löngu, löngu síðan út í hinn stóra heim til að stjórna einhverjum af frægustu kórum sögunnar.

En í staðinn, þá heldur hún sig við Skólakór Kársness og á hverju ári gerir hún þann kór að frábærum kór á heimsmælikvarða, sem sannaðist nú í kórakeppninni í Rússlandi. Að fá gull- og silfurverðlaun, en ekkert annað en tær snilld. Það undirstrikar bara hversu frábær hún er.

Hún var rétt rúmlega tvítug og nýbúinn í námi þegar frændi hennar, Björn heitinn Guðjónsson, stjórnandi Skólahljómsveitar Kópavogs til margra ára, hafði samband við hana og tilkynnti henni að hann væri búinn að ráða hana sem kórstjóra. Hann hefði sagt þáverandi skólastjóra Kársnesskóla, Gunnari Guðmundssyni, að hann væri einmitt með réttu manneskuna í kórstjórastarfið og það væri klappað og klárt. Hún hélt víst að hún væri enginn bógur í slíkt starf, en hér er hún enn, 32 árum síðar.

koradiskarÉg vil líka vekja athygli á tveimur síðustu diskunum sem gefnir hafa verið út á vegum kórsins. Það er annars vegar Bergmál, þar sem kórinn flytur kórverkið Bergmál eftir Ragnhildi Gísladóttur, Sjón og japanska slagverks- leikarann Stomo Ymash´ta. Diskur sem hefur vakið óskipta athygli víða um heim.

Hins vegar er það sönghópurinn Vallargerðisbræður -  Rikki, Hnokki, Eysteinn og Addi, kórstrákarnir fjórir sem hættu ekki að syngja eins og allir hinir þegar þeir fóru í mútur. Fóru bara heim til Tótu og byrjuðu að æfa í kvartett. Frábært lagaval og sönggleði eru aðalsmerki þessarar geislaplötu sem ber nafnið Æskunnar förunautar! Þetta eru hæfileikaríkir strákar sem hafa m.a. komið fram á tónleikum hjá Álftagerðisbræðrum.

En gullið og silfrið í Rússlandi er frábær viðurkennig til krakkanna og ekki hvað síst til Tótu, sem hefur staðið sig eins og hetja í kórstjórastarfinu. Starfi sem er sjálfsagt stundum erfitt, stundum vanþakklátt og stundum taugatrekkjandi, en í dag stendur hún ábyggilega teinrétt með bros á vör (eins og nánast alltaf).

Til hamingju Tóta! Til hamingju krakkar!
Til hamingju Kópavogsbúar!


mbl.is Skólakór Kársness hreppti gull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Marteins

Takk fyrir hlý orð í garð móður minnar og kórstarfsins hennar :)

 Bestu kveðjur

Þóra Marteinsdóttir 

Þóra Marteins, 21.6.2008 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband