Færsluflokkur: Matur og drykkur
2.7.2008 | 22:15
Karrýlimra
Farþegar flýja í hurry,
og flestallra hugsun er blurry,
Því ólykt og pest,
þá plagaði mest,
but please don't you worry, it's curry!
Efnaárás reyndist karrý | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.7.2008 | 18:34
Kerslimra
Lögeignarlið sem á Ker,
nú lokar á túrista hér.
Allt mölvar og treður,
jafnt mæður sem feður
og óknyttisormanna her.
Aðgangur að Kerinu í Grímsnesi takmarkaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.7.2008 | 17:05
Rauðvínslimra
Ég heyrði af hágæðavíni,
sem húrraði niður í rýni.
Að vera Grand Cru,
ei veitist þeim nú
og ætla að eftirspurn dvíni.
Gæðastimpill tekinn af St Emilion | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2008 | 11:28
Indíánalimra
Ljósmyndarinn José Carlos Dos Reis Meirelles varð frægur fyrir að taka myndir af afar frumstæðum ættbálki indíána á landamærum Brasilíu og Perú, sem hann staðhæfði að hefði ekki verið vitað um fyrr. Nú hefur komið í ljós að vitað hafi verið um tilvist hans frá árinu 1910.
Margt hefur drifið á daga,
Dos Reis Meirelles - hins raga,
sem laug okkur full,
þetta er lýgi og bull,
bara uppskálduð indíanasaga.
Uppskálduð indíánasaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2008 | 13:04
Kaffi- og konfektlimra
Oft fær hann Kalli sér kaffitár,
og konfekt - en þá verður Haffi sár.
Því hann er í megrun
og mikilli fegrun
og ónefndu allsherjarstraffi í ár.
4.5.2008 | 01:52
Borgarstjóralimra
Óli var með eitthvað múður,
er mætt' ann í fréttir svo prúður:
Þett' er afleitt, ei grænt,
bara óheillavænt,
alveg skelfilegt skipulagsklúður!
Borgarstjóri gagnrýnir vinningstillöguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2008 | 02:56
Limra
Finnst ykkur furð' að ég gapi,
þá Fylkisson stjórn miss' á skapi.
Hann dólgslega lét,
og lamd' eins og ket,
löggu - sem górilluapi.
Missti stjórn á skapi sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2008 | 00:41
Limra
Þeir tímann fá létt til að líða,
og lostugir detta svo íða'.
Nú hoppa á bak,
og hugs' andartak,
um hið magnaða markmið að ...... fara saman í útreiðatúr og skemmta sér á hestbaki.
Harðir á strippinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2008 | 11:19
Nóatún svindlar á neytendum
Um daginn vantaði mig m.a. dós af grænum baunum og gulrótum. Ég fór í Nóatún í Hamraborg og sá einmitt það sem mig vantaði. Bonduelle-dósirnar með áðurnefndu innihaldi voru meira að segja með 20% afslætti á kassa, en þær voru verðmerktar á 139,- kr. 20% afsláttur, frábært! Ég tók meira að segja tvær dósir, aðra til að geyma til seinni tíma.
En þá varð mér litið á næstu hillu fyrir ofan. Þar voru nákvæmlega eins dósir, sama innihald, sami framleiðandi, en engin afsláttarmiði. En þar kostuðu dósirnar 129,- kr. skv. hillumerkingu.
Með öðrum orðum, þá eru dósirnar hækkaðar upp um 10 krónur, til að geta gefið meiri afslátt og blekkja fólk. Þetta er svo siðlaust hjá forsvarsmönnum Nóatúns að það hálfa væri nóg!
Fyrir nokkrum árum sá ég í sömu verslun, verðmerkingu á bökuðum baunum frá Heinz. Dósin kostaði 29,- krónur, en svo var líka hægt að kaupa fjórar í pakkningu, undir slagorðinu: Sparaðu! Pakkningin kostaði aftur á móti 120,- krónur, fjórum krónum meira en að kaupa fjórar dósir í lausu. Svona eru neytendur plataðir endalaust. Það er líka öruggara að fylgjast vel með því að verðmerkingar á hillu séu ekki lægri en kassaverðið. Allt of oft kemur fyrir að muni á þessu tvennu, hæsti munur sem ég man eftir á einstakri vörku, er kattasandur sem var verðmerktur 450,- kr. í hillu, en átti svo að svína upp í 995,- á kassanum. Ég sagði nei takk og fékk leiðréttingu, en get ímyndað mér að fullt af fólki hafi ekki veitt þessu athygli.
Verum á verði í Nóatúni og reyndar alls staðar þar sem við verslum!
Matur og drykkur | Breytt 9.4.2008 kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.2.2008 | 04:03
Limra
Það var eitt sinn eldgamall íkorni,
sem aleinn var svangur út' í horni.
Hann kjökraði doldið
og kveinaði soldið,
því hann komst ekki neitt, út af líkþorni.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 04:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál