Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Matur og drykkur

Svívirðileg hækkun hjá Nóatúni!

sitelogoKunningi minn sagði mér í kvöld að hann hefði komið við í Nóatúni í Vesturbænum og keypt sér box úr salatborðinu þeirra, þetta sem hægt er að velja og blanda í sjálfur. Hann hafði oft keypt slíkt áður og á áberandi miða við salatborðið stóð alltaf: 419,- kr.

En í dag, þegar hann var að velja sér grænmeti o.fl. tók hann eftir því að verðmiðann vantaði. Hmmm... óverðmerkt? Af hverju? Hann hugsaði mér sér að hafa vakandi auga á afgreiðslukassanum. Jú, það stemmdi. Verðið á boxinu er komið upp í 659,- kr. Segi og skrifa, sexhundruð fimmtíu og níu krónur!

Hann sagði mér að hann hefði þakkað pent fyrir, en skildi boxið eftir á kassanum og gekk út án þess að kaupa neitt. Það eru takmörk fyrir því sem hægt er að bjóða kúnnanum, en að hækka salatboxið um 57% er svívirðilegt. Hann er nú einn af fjölmörgum „fyrrverandi“ viðskiptavinum Nóatúns. Búinn að fá nóg! Verslar nú annars staðar. Pössum okkur bæði á röngum hillumerkingum og óverðmerktum vörum!

Rifja upp áður birta limru:

Nú er ég langþreyttur neytandi,
því Nóatún sífellt er breytandi,
verði á kassa,
það virðist ei passa
við hilluverð - þetta er þreytandi.


Óskarslimra

Á Oddeyri hitti ég Óskar,
sem á átta dætur, mjög þrjóskar.
Hann elskar paellur
og allskonar gellur,
en mest svona mexíkóskar.

Rúnarslimra

Ég heyrði í haust um 'ann Rúnar,
með hendur svo skakkar og snúnar.
Honum líkar svo vel,
vísur - ég tel,
en aðeins þá eru þær búnar.

Busalimra

Ég frétti að færeyskur busi,
Filippus, kallaður Pusi,
sé ósáttur við,
innvígslusið
og standi nú stúrinn og þusi.

mbl.is Varað við busavígslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ragnarslimra

„Það er guðdómlegt te, þetta græna,
hið góða og náttúruvæna,“
segir Ragnar og sötrar,
af sælu hann nötrar,
en fer síðan fram til að spræna.

Ljóskulimra

Ég þekk' eina ljósku, svo laglega,
sem leikur á trommur mjög faglega.
Hún hlær ansi mikið
svo hristist allt spikið
og drekkur víst brennivín daglega.

Bakaríissektarlimra

Nú bakarar vandræði baka
og býsnin öll vinna til saka.
En nú fá þeir sektir
og neytendur hvekktir,
samt þurfa á verði að vaka.

 


mbl.is Bakarí sektuð vegna óviðunandi verðmerkinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólalimra

Afburðanemandinn Einar,
ellefu, lærir hann, greinar.
En stærðfræðibókin,
er strembin og flókin,
svo alltaf hann kvartar og kveinar.

Mjólkurlimra

Hún Fía víst alltaf er flóandi
og finnst þannig mjólkin svo róandi.
Vill haf'ana heita
og helst láta þeyta,
en verr'ef hún vær'alveg glóandi.

Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband