Leita í fréttum mbl.is

Nóatún svindlar á neytendum

sitelogoUm daginn vantaði mig m.a. dós af grænum baunum og gulrótum. Ég fór í Nóatún í Hamraborg og sá einmitt það sem mig vantaði. Bonduelle-dósirnar með áðurnefndu innihaldi voru meira að segja með 20% afslætti á kassa, en þær voru verðmerktar á 139,- kr. 20% afsláttur, frábært! Ég tók meira að segja tvær dósir, aðra til að geyma til seinni tíma.

En þá varð mér litið á næstu hillu fyrir ofan. Þar voru nákvæmlega eins dósir, sama innihald, sami framleiðandi, en engin afsláttarmiði. En þar kostuðu dósirnar 129,- kr. skv. hillumerkingu.
Með öðrum orðum, þá eru dósirnar hækkaðar upp um 10 krónur, til að geta gefið meiri afslátt og blekkja fólk. Þetta er svo siðlaust hjá forsvarsmönnum Nóatúns að það hálfa væri nóg!

Fyrir nokkrum árum sá ég í sömu verslun, verðmerkingu á bökuðum baunum frá Heinz. Dósin kostaði 29,- krónur, en svo var líka hægt að kaupa fjórar í pakkningu, undir slagorðinu: Sparaðu! Pakkningin kostaði aftur á móti 120,- krónur, fjórum krónum meira en að kaupa fjórar dósir í lausu. Svona eru neytendur plataðir endalaust. Það er líka öruggara að fylgjast vel með því að verðmerkingar á hillu séu ekki lægri en kassaverðið. Allt of oft kemur fyrir að muni á þessu tvennu, hæsti munur sem ég man eftir á einstakri vörku, er kattasandur sem var verðmerktur 450,- kr. í hillu, en átti svo að svína upp í 995,- á kassanum. Ég sagði nei takk og fékk leiðréttingu, en get ímyndað mér að fullt af fólki hafi ekki veitt þessu athygli.

Verum á verði í Nóatúni og reyndar alls staðar þar sem við verslum! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gott að neytendur eru vakandi. Nóatún er rándýr verslun.Með gott kjötborð. Athugaðu næst þegar þú ferð í aðra matvöruverslun hvað þessar dósir kosta þar.

Hólmdís Hjartardóttir, 8.4.2008 kl. 11:23

2 Smámynd: Gunnar Kr.

Jú, ég veit að ég fæ hana fyrir mun lægra verð annars staðar, en ég hafði ekki tíma til að keyra í ódýrari búð, (og eyða bensíni), þar sem ég labbaði framhjá þessari verslun á leið úr vinnu að bílnum mínum. Á leiðinni heim var svo 10/11 (sem er jafnvel dýrari) og önnur Nóatúnsverslun.

Gunnar Kr., 8.4.2008 kl. 11:28

3 identicon

Já einmitt þetta með Nóatún fer bara að kaupa kjöt þar helst ekki meira.  Það kemur mjög oft fyrir að verðið er vitlaust passa mig alltaf að fylgjast með þegar er verið að stimpla inn.

Keypti kjöt á tilboði um jólin með 30% afslætti i einhv. bæklingi en þessi afsláttur  var ekki á kassanum og náttúrulega bað ég um leiðréttingu og svo aftur  næsta dag prufaði ég aftur að kaupa sama kjötið með afslætti og enn var ekki búið að leiðrétta frá því daginn áður SKRÝTIÐ!! eða hvað?

Áslaug (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 21:54

4 Smámynd: Gunnar Kr.

Það er eins gott að vera vel á verði, ekki bara í Nóatúni, heldur alls staðar þar sem maður verslar. Ég velti því líka fyrir mér hvort verðmerkingin: 20% afsláttur á kassa standist lög, því skv. þeim eru nákvæm fyrirmæli um skýra merkingu vöru, þannig að mér er til efs að fólki sé ætlað að reikna prósentureikning á kassanum, jafnóðum og vörunum er rennt í gegn.

Annað er líka að finna í kaupalögum og það eru ákvæði um að á hverjum afgreiðslukassa (sjóðvél) skuli vera gluggi sem snýr að viðskiptavininum, þar sem hvert einingarverð sem skráist inn sjáist greinilega. Þetta vantar á mörgum stöðum og í Nóatúni í Hamraborg var á tímabili búið að byrgja þennan glugga með sælgætisstöndum.

Ég geri það stundum að leggja sérstaklega á minnið, verð nokkurra vara, sérstaklega ef þær eiga að vera á einhverjum sérkjörum. Stundum er verðið það sama á kassanum, en stundum ekki.

Annað, sem breyttist hjá þeim, nú 1. apríl, en það er afgreiðslutími Nóatúns. Nú er t.d. opið virka daga kl. 9-19 í Furugrund og mun styttra um helgar, en kl.9-20 í Hamraborg og talsvert styttra um helgar. Áður var alltaf opið frá 9-21 alla daga, nú er ekki opnað fyrr en kl. 10 á laugardögum og 11 á sunnudögum. Þeir spara sér þarna umtalsverðan launakostnað, skyldi vöruverðið lækka í kjölfarið? Ég efa það.

Gunnar Kr., 9.4.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband