Leita í fréttum mbl.is

Svívirðileg hækkun hjá Nóatúni!

sitelogoKunningi minn sagði mér í kvöld að hann hefði komið við í Nóatúni í Vesturbænum og keypt sér box úr salatborðinu þeirra, þetta sem hægt er að velja og blanda í sjálfur. Hann hafði oft keypt slíkt áður og á áberandi miða við salatborðið stóð alltaf: 419,- kr.

En í dag, þegar hann var að velja sér grænmeti o.fl. tók hann eftir því að verðmiðann vantaði. Hmmm... óverðmerkt? Af hverju? Hann hugsaði mér sér að hafa vakandi auga á afgreiðslukassanum. Jú, það stemmdi. Verðið á boxinu er komið upp í 659,- kr. Segi og skrifa, sexhundruð fimmtíu og níu krónur!

Hann sagði mér að hann hefði þakkað pent fyrir, en skildi boxið eftir á kassanum og gekk út án þess að kaupa neitt. Það eru takmörk fyrir því sem hægt er að bjóða kúnnanum, en að hækka salatboxið um 57% er svívirðilegt. Hann er nú einn af fjölmörgum „fyrrverandi“ viðskiptavinum Nóatúns. Búinn að fá nóg! Verslar nú annars staðar. Pössum okkur bæði á röngum hillumerkingum og óverðmerktum vörum!

Rifja upp áður birta limru:

Nú er ég langþreyttur neytandi,
því Nóatún sífellt er breytandi,
verði á kassa,
það virðist ei passa
við hilluverð - þetta er þreytandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Það er raunar ólöglegt að verðmerkja ekki vöru.  Hann ætti að benda neytendastofu á þetta.

Góð limra...

Sigurjón, 19.9.2008 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband