Færsluflokkur: Matur og drykkur
16.2.2009 | 11:53
Skondnar myndir #7 - Hitt og þetta
19.9.2008 | 00:09
Svívirðileg hækkun hjá Nóatúni!
Kunningi minn sagði mér í kvöld að hann hefði komið við í Nóatúni í Vesturbænum og keypt sér box úr salatborðinu þeirra, þetta sem hægt er að velja og blanda í sjálfur. Hann hafði oft keypt slíkt áður og á áberandi miða við salatborðið stóð alltaf: 419,- kr.
En í dag, þegar hann var að velja sér grænmeti o.fl. tók hann eftir því að verðmiðann vantaði. Hmmm... óverðmerkt? Af hverju? Hann hugsaði mér sér að hafa vakandi auga á afgreiðslukassanum. Jú, það stemmdi. Verðið á boxinu er komið upp í 659,- kr. Segi og skrifa, sexhundruð fimmtíu og níu krónur!
Hann sagði mér að hann hefði þakkað pent fyrir, en skildi boxið eftir á kassanum og gekk út án þess að kaupa neitt. Það eru takmörk fyrir því sem hægt er að bjóða kúnnanum, en að hækka salatboxið um 57% er svívirðilegt. Hann er nú einn af fjölmörgum fyrrverandi viðskiptavinum Nóatúns. Búinn að fá nóg! Verslar nú annars staðar. Pössum okkur bæði á röngum hillumerkingum og óverðmerktum vörum!
Rifja upp áður birta limru:
Nú er ég langþreyttur neytandi,
því Nóatún sífellt er breytandi,
verði á kassa,
það virðist ei passa
við hilluverð - þetta er þreytandi.
16.9.2008 | 22:51
Óskarslimra
Á Oddeyri hitti ég Óskar,
sem á átta dætur, mjög þrjóskar.
Hann elskar paellur
og allskonar gellur,
en mest svona mexíkóskar.
Matur og drykkur | Breytt 17.9.2008 kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2008 | 18:49
Rúnarslimra
Ég heyrði í haust um 'ann Rúnar,
með hendur svo skakkar og snúnar.
Honum líkar svo vel,
vísur - ég tel,
en aðeins þá eru þær búnar.
1.9.2008 | 14:50
Busalimra
Ég frétti að færeyskur busi,
Filippus, kallaður Pusi,
sé ósáttur við,
innvígslusið
og standi nú stúrinn og þusi.
Varað við busavígslum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2008 | 15:41
Ragnarslimra
Það er guðdómlegt te, þetta græna,
hið góða og náttúruvæna,
segir Ragnar og sötrar,
af sælu hann nötrar,
en fer síðan fram til að spræna.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2008 | 11:21
Ljóskulimra
Ég þekk' eina ljósku, svo laglega,
sem leikur á trommur mjög faglega.
Hún hlær ansi mikið
svo hristist allt spikið
og drekkur víst brennivín daglega.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2008 | 17:18
Bakaríissektarlimra
Nú bakarar vandræði baka
og býsnin öll vinna til saka.
En nú fá þeir sektir
og neytendur hvekktir,
samt þurfa á verði að vaka.
Bakarí sektuð vegna óviðunandi verðmerkinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2008 | 16:45
Skólalimra
Afburðanemandinn Einar,
ellefu, lærir hann, greinar.
En stærðfræðibókin,
er strembin og flókin,
svo alltaf hann kvartar og kveinar.
7.8.2008 | 11:21
Mjólkurlimra
Hún Fía víst alltaf er flóandi
og finnst þannig mjólkin svo róandi.
Vill haf'ana heita
og helst láta þeyta,
en verr'ef hún vær'alveg glóandi.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál