Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Ítalalimra

Ég þekkti eitt sinn ofvirkan Ítala,
sem alltaf hreint þurfti að tvítala.
Já, hann endurtók allt,
það var alls ekki snjallt,
svo hann endaði inni á spítala.

Íþróttalýsingarlimra

Hún var íþróttaleiknum að lýsa,
þessi ljóshærða fallega skvísa.
Síðan hóf hún að gala,
og hætti að tala.
Þá varð alveg óvart til vísa.

Evrulimra

Íslendingar á faraldsfæti hafa sérlega miklar áhyggjur af gengisþróuninni undanfarið, svo ekki sé minnst á t.d. námsmenn sem búa úti og stóla á ákveðna upphæð til að framfleyta sér. Á einu ári hefur gengið hrunð um nærri 40% og það munar sko um minna.

Gosglas kostar víst 3 € á Kanarí, sem var í fyrra um 230 kr. en er núna nærri 380 kr.
Kunningi minn sagði mér að á Nasa kosti gosglasið 350 kr. Usssss... 

Ég heyrði það haft eftir Jónu,
háttvirtri bankapersónu,
að €vran sé góð,
fyrir íslenska þjóð,
og rétt sé að kast' okkar krónu.

 


mbl.is Verslunarmenn vilja taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blair-limra

Er víst á meðan er,
að endingu síðan fer.
En núna við fréttum,
á netmiðli þéttum,
að Bretarnir sakna Blair.


mbl.is Bretar sakna Blair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það heitir HAPPDRÆTTI, Sumarliði!

happadraettiÁgæti Sumarliði!

Ég geri ráð fyrir að þú sért kominn aftur til starfa á mbl.is, því undanfarna daga hafa ambögurnar og vitleysurnar aukist til muna.

Hafðu bara í huga að rétt er að flýta sér ekki um of í fréttaskrifunum. Þú færð ekki borgað eftir afköstum. Þú ert á tímakaupi. Flettu upp orðum sem þú ert ekki viss um og fáðu jafnvel einhvern til að prófarkalesa áður en færslurnar birtast.

Þá verða allir svo miklu glaðari. 


mbl.is Varað við SMS skilaboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæði gull og silfur til Kópavogs!

Það kemur ekki mjög á óvart að lesa þessa frétt, því eftir að ég kynntist Tótu, fyrir um 10 árum síðan, hef ég séð hve magnaður dugnaðarforkur hún er. Hún er í rauninni snillingur, sem ætti að vera farin fyrir löngu, löngu síðan út í hinn stóra heim til að stjórna einhverjum af frægustu kórum sögunnar.

En í staðinn, þá heldur hún sig við Skólakór Kársness og á hverju ári gerir hún þann kór að frábærum kór á heimsmælikvarða, sem sannaðist nú í kórakeppninni í Rússlandi. Að fá gull- og silfurverðlaun, en ekkert annað en tær snilld. Það undirstrikar bara hversu frábær hún er.

Hún var rétt rúmlega tvítug og nýbúinn í námi þegar frændi hennar, Björn heitinn Guðjónsson, stjórnandi Skólahljómsveitar Kópavogs til margra ára, hafði samband við hana og tilkynnti henni að hann væri búinn að ráða hana sem kórstjóra. Hann hefði sagt þáverandi skólastjóra Kársnesskóla, Gunnari Guðmundssyni, að hann væri einmitt með réttu manneskuna í kórstjórastarfið og það væri klappað og klárt. Hún hélt víst að hún væri enginn bógur í slíkt starf, en hér er hún enn, 32 árum síðar.

koradiskarÉg vil líka vekja athygli á tveimur síðustu diskunum sem gefnir hafa verið út á vegum kórsins. Það er annars vegar Bergmál, þar sem kórinn flytur kórverkið Bergmál eftir Ragnhildi Gísladóttur, Sjón og japanska slagverks- leikarann Stomo Ymash´ta. Diskur sem hefur vakið óskipta athygli víða um heim.

Hins vegar er það sönghópurinn Vallargerðisbræður -  Rikki, Hnokki, Eysteinn og Addi, kórstrákarnir fjórir sem hættu ekki að syngja eins og allir hinir þegar þeir fóru í mútur. Fóru bara heim til Tótu og byrjuðu að æfa í kvartett. Frábært lagaval og sönggleði eru aðalsmerki þessarar geislaplötu sem ber nafnið Æskunnar förunautar! Þetta eru hæfileikaríkir strákar sem hafa m.a. komið fram á tónleikum hjá Álftagerðisbræðrum.

En gullið og silfrið í Rússlandi er frábær viðurkennig til krakkanna og ekki hvað síst til Tótu, sem hefur staðið sig eins og hetja í kórstjórastarfinu. Starfi sem er sjálfsagt stundum erfitt, stundum vanþakklátt og stundum taugatrekkjandi, en í dag stendur hún ábyggilega teinrétt með bros á vör (eins og nánast alltaf).

Til hamingju Tóta! Til hamingju krakkar!
Til hamingju Kópavogsbúar!


mbl.is Skólakór Kársness hreppti gull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafnarvarðarlimra

Ég held að ég nefni engin nöfn,
en nýjung mun verða við dröfn.
Nú Bolungarvík,
gerist viðburðarík,
þar er spennandi Spaugstofuhöfn.

mbl.is Pálmi Gestsson hafnarvörður í Bolungarvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarndýralimra

Þetta varð brandarinn besti,
er brá vorum erlenda gesti.
Sá ísbjarnarspor,
í eðju og for,
en menn hefðu best leitað að hesti.


mbl.is Hálendisbjörn trúlega hross
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaffi- og konfektlimra

Oft fær hann Kalli sér kaffitár,
og konfekt - en þá verður Haffi sár.
Því hann er í megrun
og mikilli fegrun
og ónefndu allsherjarstraffi í ár.

Kirkjulimra

Séra Sigurður Árni Þórðarson flutti tillögu um að kirkjuárið verði litgreint upp á nýtt. Tillagan var samþykkt einróma og voru nokkrir hissa á hve ljúft þetta rann í gegn hjá prestunum.

Uppi varð fótur og fit,
og flestir víst urðu bit.
Er Sigurður frækni,
loks sýndi þá tækni,
að kirkjan nú kæmist í lit.


mbl.is Kirkjan skiptir litum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband