Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Fiskbúðarlimra

fiskisagaJá, þeir keyptu upp gamlar, góðar og ódýrar fiskbúðir.


Breyttu innréttingum, opnuðu undir merkjum Fiskisögu, með nýju starfsfólki.

Soðningin hækkaði í sumum tilfellum á nokkrum mánuðum um nærri 50%

Auðvitað láta neytendur ekki bjóða sér svona verðhækkun, sem endar með því að fiskneysla minnkar ...

Sem dæmi má nefna að ný ýsa með roði kostar 980,- kr. í Fiskbúðinni Hófgerði og 990,- kr. í Hafinu-Fiskiprinsinum í Hlíðasmára en hún kostar 1.090,- í Fiskisögu.

Já, það munar yfir 100,- kr. á kílóinu ... 10% bara á þessu.

Ég hugsa til horfinna daga,
er höndlaði ei Fiskisaga.
En á broti úr degi,
þeir boluðu úr vegi,
fiskbúðum - fólki til baga.

 


mbl.is Flestir starfsmenn Fiskisögu endurráðnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýslumannslimra á Selfossi

 461578

 

Hann fas ber hins fágaða ljóns,
er fólk minnist jarðskjálftatjóns.
Og aldrei hann sefur
því Ólafur hefur,
athugað „rolling stones“.


mbl.is Fjölmenni á íbúafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var málið!

Þetta líst mér vel á! Kæra þessa lúða og láta þá borga fyrir þrifin.

Það er óþolandi að þetta skemmdarverkalið hafi vaðið yfir allt og alla með úðabrúsana sína. Dæmi eru um að þetta lið úði á bæsað tré, steni klæðningar og innbrennt ál, sem erfitt - eða jafnvel er útilokað að þrífa. Eftir sitja húseigendur með skemmdarverkin á veggjunum eða háa málningar- og verkreikninga. 

Ég yrki um leiðindalúða,
sem lög brjóta með því að úða.
Bara tak' essa álfa
og úð' á þá sjálfa
og setj' út torg eins og trúða.


mbl.is Kópavogur sker upp herör gegn veggjakroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðurlandslimra

Ágætt er allt fyrir norðan,
þeir et' ekki upp gjaldeyrisforðann.
Þeir velja (og vita
í vorsólarhita)
Brynjuís – allir þar borð'ann.



mbl.is Veðurguðir í góðu skapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræningjalimra

Svona getur þetta snúist í höndunum á fólki.

Tveir óprúttnir náungar ætluðu að ræna eldri borgara í Álaborg, en þau gömlu lumuðu á piparúða og rafbyssu til búfjárrekstrar og vörðu heimili sitt reffilega. Ræningjarnir eru „þeir“ en gömlu hjónin eru „þau“: 

Þeir ætluðu aldrað' að ræna
og eignast skjótt féþúfu væna.
En eftir stutt þras,
þau öskruðu „GAAAAAAS!“
og tóku þá báða til bæna.

mbl.is Eldri hjón hröktu ræningja á brott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Treystum Eistunum!

Keppendur raddböndin kreista
og kynd' undir sigurneista.
Það Friðriks mun freista,
með fánastöng reista,
nú eingöngu að treysta á Eista!

mbl.is Íslendingar eiga marga stuðningsmenn í Eistlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðir tónleikar hjá „Jóni Þokukennda“

dtbFogerty_1024Það var stórgaman á tónleikum jálksins úr Creedence Clearwater Revival, ljóninu, John Cameron Fogerty!

Ég var kominn í höllina um 20:20 og hinkraði í smástund í anddyrinu eftir þeim síðasta úr hópnum sem fór með mér. Sá Bubba og hann heilsaði mér að fyrra bragði, hefur líklega mundað eftir mér síðan ég hjálpaði honum að tengja prentarann hans við Macintosh-tölvuna í denn... Smile

Þegar við gengum inn, var KK að syngja og spila, ásamt Ásgeiri Óskarssyni á trommur, Þorleifi Guðjónssyni á bassa og gítarleikurunum Pétri Guðmundssyni og Björgvini Gíslasyni (sem var í ham). Ég hafði ekkert heyrt að þeir myndu leika fyrir Fogerty-tónleikana, svo þeir komu skemmtilega á óvart. Hljóðblöndunin var að vísu slök, svo þeir fengu ekki notið sín sem skyldi. Þeir hættu rétt upp úr klukkan níu, en þá áttu tónleikarnir líka að byrja.

En við biðum og biðum og biðum og biðum og biðum ... í 50 mínútur! Fólk var farið að klappa, stappa, baula og púa. Virðulegur maður í drapplitum jakka baulaði meira að segja þegar Fogerty gekk inn á sviðið, en flestir klöppuðu. Það er auðvitað vanvirðing við fólk sem er búið að kaupa miða á tónleika kl. 21 að hefja þá ekki fyrr en tæpum klukkutíma síðar.

Hann byrjaði á CCR slögurum og bætti svo við nokkrum lögum frá sólóferli sínum, Status Quo-smellnum Rockin' All Over the World, sem Fogerty samdi að vísu og svo kom allt í einu lag sem Little Richard gerði frægt, Good Golly Miss Molly, en það lag var á annarri plötu CCR: Bayou Country. Proud Mary kom svo loksins í uppklappinu, en lög eins og Lodi, Who'll Stop the Rain, Down on the Corner, Cotton Fields, Midnight Special, Bad Moon Rising, Fortunate Son, Lookin' Out My Back Door, Suzie Q og I Heard It Through the Grapevine höfðu þá öll hljómað. Sem betur fer, sleppti hann eina CCR-laginu sem ég hoppa yfirleitt yfir, en það er: I Put a Spell On You.

Hann hafði einvala lið hljóðfæraleikara með sér og aðalsnillingurinn held ég að hafi verið sá yngsti í hópnum, Jason Mowray, sem lék á fiðlu, mandólín, dobro, slide-gítar, banjó og ég veit ekki hvað og hvað... 

Í heildina litið, voru þetta magnaðir tónleikar og ég held að allir hafi skemmt sér konunglega. En rafmagnssuð ómaði í hátölurunum alla tónleikana og svo virðast menn aldrei kunna á loftræstinguna, þegar svo margir eru samankomnir. En þrátt fyrir það, fóru allir heim í gær með bros á vör og gleði í hjarta!

fogerty468


Neil Diamond-vísa

Takmarkinu náði Neil,
númer eitt í Billboard-pressu.
Eflaust gerir góðan deil
og græðir pottþétt vel úr þessu.

mbl.is Neil Diamond náði toppsætinu loksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningalimra

Það sagt er um Barack Obama,
berserkinn athafnasama.
Hann vill kljást við McCain,
en kerling er ein –
þessi Hillary – öllum til ama.



mbl.is Búið spil fyrir Clinton?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Limra

Jóhannes keypti sér jakkaföt,
í járnvörubúð uppi á Bakkaflöt.
En rosa var ljótt,
hvað þau ryðguðu fljótt
og nú situr hann sveittur að lakka göt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband