Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Ingulimra

Hún á afmæli í dag hún Inga,
óperusöngkonan slynga.
Hún vill enga pakka,
en víst mun hún þakka,
fyrir dýrmæta demantshringa.

Daggarlimra

Déskoti finnst mér hún Dögg,
dugleg og askolli snögg.
Það var á hana ráðist
og ræninginn náðist,
því hún er svo gáfuð og glögg.

Þórulimra

Þjóðlagasöngkonan Þóra,
við þjóðleikhús- sagði hún -stjóra:
„Af spenningi spring,
er ég spila og syng.“
(Svo fékk hún sér svo fullmarga bjóra.)

Hannesarlimra

Hátæknimaðurinn Hannes,
hagfræði lærði í Randers.
En svo kom hann aftur,
því aðdráttarkraftur,
Íslands, hann dró út á annes.

Ragnarslimra

„Það er guðdómlegt te, þetta græna,
hið góða og náttúruvæna,“
segir Ragnar og sötrar,
af sælu hann nötrar,
en fer síðan fram til að spræna.

Dóralimra

Ég heyrði að dóninn hann Dóri,
drengurinn sveri og stóri,
sé óbylgjarn mjög,
um íþróttafög
og krakkana bíti og klóri.

Björgvins Páls Gústavssonarlimra

Það bar ansi mikið á Bjögga,
með „brilliant“ markvörslu snögga.
Fólk byrjað' að hvetja:
„Hann Björgvin er hetja!“
Það á ekk' að ergj'ann og bögga.

mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússalimra

Það  var eitt sinn rauðhærður Rússi,
sem reiddist í viðskiptastússi.
Hann barði í borðið
og bað svo um orðið,
en fór síðan burtu í fússi.

Prestalimra

Presturinn masað' í messu
og mælt' undir óhemju pressu.
„Það er töluvert stuð,
að trúa á Guð!
Annars lendið' með lífið í klessu.“

Subbulimra

Um smákrakka heyrt nú ég hef,
sem hefur svo rosalegt nef,
að þykir víst verra,
ef þarf 'ann að hnerra,
því slettist þá hor, bæði og slef.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband