Færsluflokkur: Menning og listir
19.10.2008 | 00:26
Gordon Brown-limra
Ég vildi að værum við án,
hins vonda og skapilla Brown.
Oss líkir við terror,
ég tel það sko error
Hans framkoma' er smekklaus og smán.
11.10.2008 | 02:48
Þrastarlimra
Nú þú ert að heyra af Þresti,
sem þykist hinn afkastamesti,
uppþvottakall,
en er varla snjall
og mætir á mánaðarfresti.
Menning og listir | Breytt 13.10.2008 kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 16:27
Gaujalimra
Það var eitt sinn gaur sem hét Gaui,
sem gekk um í frakka - í spaugi.
En frakkinn var víður
og ferlega síður
og ljós, svo hann líktist víst draugi
20.9.2008 | 01:16
Hemmalimra
Frá Keflavík kemur'ann Hemmi
og kúldrast víst oft niðrá Hlemmi.
Þar fylgist hann með,
því flest getur skeð
og'ann skoðar hvort einhverjir skemmi.
12.9.2008 | 22:50
Gvendarlimra
Mér finnst hann svo frábær hann Gvendur,
með fallegar kraftmiklar hendur.
En lappirnar eru,
líkastar peru,
hann oftast er eins og sé kenndur.
Menning og listir | Breytt 13.9.2008 kl. 02:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2008 | 02:31
Liljulimra
Við lúsuga gaurinn hún Lilja,
loksins nú tókst henn' að skilja.
Hann skild' ekki það,
hve þráði hún bað.
Nú hún ilmar frá hvirfli til ilja.
3.9.2008 | 11:18
Bjarnalimra
Hafið þið heyrt um hann Bjarna,
háðfuglinn metorðagjarna?
Á vörubíl vinnur,
þú vísast hann finnur,
við snögga gerð snjóflóðavarna.
2.9.2008 | 21:58
Frissalimra
Ég frétti af piltinum Frissa,
sem fékk hana Önnu að kyssa.
Er lengst nið'rí lungu,
hún laumaði tungu
varð hann alveg gapandi hissa.
1.9.2008 | 16:07
Sverrislimra
Rumur sem réðist að Sverri
og ruddi víst örðu hverri,
AF - borði hans,
þessa AFLraunamanns.
Ætl' ann sé eitthvað verri?
Stimpingar á skrifstofu AFLS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.8.2008 | 01:37
Ólalimra
Ég heyrði að Húsvíski-Óli,
hefði víst dottið á hjóli
og finni nú til,
í tánum og il
og æpi og grenji og góli.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál