Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Gordon Brown-limra

Ég vildi að værum við án,
hins vonda og skapilla Brown.
Oss líkir við terror,
ég tel það sko error
Hans framkoma' er smekklaus og smán.


Þrastarlimra

Nú þú ert að heyra af Þresti,
sem þykist hinn afkastamesti,
uppþvottakall,
en er varla snjall
og mætir á mánaðarfresti.

Gaujalimra

Það var eitt sinn gaur sem hét Gaui,
sem gekk um í frakka - í spaugi.
En frakkinn var víður
og ferlega síður
og ljós, svo hann líktist víst draugi

Hemmalimra

Frá Keflavík kemur'ann Hemmi
og kúldrast víst oft niðrá Hlemmi.
Þar fylgist hann með,
því flest getur skeð
og'ann skoðar hvort einhverjir skemmi.

Gvendarlimra

Mér finnst hann svo frábær hann Gvendur,
með fallegar kraftmiklar hendur.
En lappirnar eru,
líkastar peru,
hann oftast er eins og sé kenndur.


Liljulimra

Við lúsuga gaurinn hún Lilja,
loksins nú tókst henn' að skilja.
Hann skild' ekki það,
hve þráði hún bað.
Nú hún ilmar frá hvirfli til ilja.


Bjarnalimra

Hafið þið heyrt um hann Bjarna,
háðfuglinn metorðagjarna?
Á vörubíl vinnur,
þú vísast hann finnur,
við snögga gerð snjóflóðavarna.

Frissalimra

Ég frétti af piltinum Frissa,
sem fékk hana Önnu að kyssa.
Er lengst nið'rí lungu,
hún laumaði tungu
varð hann alveg gapandi hissa.

 


Sverrislimra

Rumur sem réðist að Sverri
og ruddi víst örðu hverri,
AF - borði hans,
þessa „AFLraunamanns“.
Ætl' ann sé eitthvað verri?

mbl.is Stimpingar á skrifstofu AFLS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólalimra

Ég heyrði að Húsvíski-Óli,
hefði víst dottið á hjóli
og finni nú til,
í tánum og il
og æpi og grenji og góli.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband