Færsluflokkur: Menning og listir
21.8.2008 | 23:33
Hundalimra
Ég frétti að frekjan 'ún Hrund,
hefði fengið sér spánnýjan hund.
En Lubbi víst át,
leikfangabát,
peð og ein 200 £.
Menning og listir | Breytt 22.8.2008 kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 14:12
Bílalimra
Hann Jón átti bíl sem að bilaði.
Svo bílnum hann fljótlega skilaði.
En keypti svo nikku,
með kantskyggni þykku
og sat bara spældur og spilaði.
18.8.2008 | 17:04
Stínulimra
Óþekktarstelpan hún Stína,
stalst til að fara til Kína.
Er í vopnaleit beið,
hún varð eitthvað reið.
Nú vegabréf vill ekki sýna.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2008 | 18:24
Vanvirðing keppenda við áhorfendur á Ólympíuleikunum
Hvernig ætli það sé? Eru engar siðareglur varðandi framkomu þátttakenda á setningarhátíðum ólympíuleika?
Mér finnst til dæmis að þátttakendum ætti ekki að líðast að vera með GSM-síma, ljósmyndavélar eða hreyfimyndavélar þegar gengið er einn á vettvanginn. Margir virðast ekki hafa tíma til að horfa hvert verið er að ganga, veifa fólki og brosa, vegna anna við eigin myndatökur, eða spjall í síma eins og sést á myndinni af Íslendingunum hér að ofan. Ein er að tala í síma, nokkrir aðrir eru með myndavél sér í hönd.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.8.2008 | 16:22
Handboltalimrur
Þeir brjálaðan spiluðu bolta,
í Beijing og glenntu upp skolta.
Það var rosalegt puð
og rafmagnað stuð,
já, hátt bar' í hundrað volta.Þeir Rússana bitu í bossa,
er boltann þeir marglétu gossa,
í rússneska netið
og nálguðust metið,
í að knúsast og afhenda kossa.
Ísland lagði Rússland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2008 | 11:21
Mjólkurlimra
Hún Fía víst alltaf er flóandi
og finnst þannig mjólkin svo róandi.
Vill haf'ana heita
og helst láta þeyta,
en verr'ef hún vær'alveg glóandi.
5.8.2008 | 11:05
Dónárlimra
Það finnst einhver deli við Dóná,
sem dömur eru alltaf að gón'á,
því oftast hann er,
í ánni víst ber
og mun kvennhyllistoppinum trón'á.
20.7.2008 | 10:59
Brian's-limra
Ég sá myndina Life of Brian í fyrsta skipti í Osló, líklega 1981. Þar var heilmikil rekistefna um hvort ætti að leyfa hana eða banna hana. Ég man að einhver kristilegur stjórnmálaflokkur hótaði að gera allt vitlaust ef myndin yrði leyfð. Að lokum sættust menn á það að leyfa sýningu hennar, en á undan var sýnt (í hátt í mínútu) yfirlýsing þess eðlis að myndin fjallaði ekki að neinu leyti um líf Jesú Krists. M.ö.o. veltu allir bíógestir fyrir sér samlíkingunni við líf Jesú, í stað þess að sleppa því að nefna það.
Svona var sagan um Brian,
saklausa krossfesta giann.
Hún er ekki um Jesú,
þótt ályktun sé sú,
að einnig á krossinum diann.
Bannað að sýna Life of Brian | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.7.2008 | 05:52
Ömmulimra
Hún var ákveðin þessi amma,
sem unglinga var að skamma.
Hún tók þá til bæna,
er búð vildu ræna
og lamdi með kústi á kjamma
Ræningjunum sópað út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.7.2008 | 06:31
Sumarleyfislimra
Nú er ég á flakki í fríinu,
og forðast að vera hjá mýinu.
Til Asíu fór,
og fæ mér einn bjór,
sem drekk svo í skugga af skýinu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Pútín reynir allt til að forðast aðra herkvaðningu
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
- Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál