Færsluflokkur: Ljóð
15.5.2008 | 21:46
Neil Diamond-vísa
Takmarkinu náði Neil,
númer eitt í Billboard-pressu.
Eflaust gerir góðan deil
og græðir pottþétt vel úr þessu.
Neil Diamond náði toppsætinu loksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2008 | 23:10
Kosningalimra
Það sagt er um Barack Obama,
berserkinn athafnasama.
Hann vill kljást við McCain,
en kerling er ein
þessi Hillary öllum til ama.
Búið spil fyrir Clinton? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2008 | 17:02
Limra
Jóhannes keypti sér jakkaföt,
í járnvörubúð uppi á Bakkaflöt.
En rosa var ljótt,
hvað þau ryðguðu fljótt
og nú situr hann sveittur að lakka göt.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2008 | 13:58
Limra
Kalli hann syngur úr kverinu,
sem keypti hann uppi á skerinu.
En aleinn hann á það
og enginn má sjá það,
svo hann felur það vestur í verinu.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2008 | 10:45
Bakaralimra
Það var eitt sinn brjálaður bakari,
sem beinlínis fæddist sem rakari.
Svo nú klippir hann kökur
og kafloðnar bökur,
sem eru sko allsekki lakari.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2008 | 12:13
Limra
Hann Skúli á skítugar gardínur,
skammel, stól og tvær bardýnur,
en sokkarnir hans,
þessa sérvitra manns,
þeir lykt' eins og lýsi og sardínur.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2008 | 10:40
Limra
Fólkið hér sífellt er sýslandi,
sællegt við eitthvað og hvíslandi,
leyndó og kvelst,
því langar það helst,
að kjafta í alla á Íslandi.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2008 | 03:50
Leikaralimra
Ef vaskur í Vesturport skryppi,
ég varla mér upp við það kippi,
þótt myndi það ske,
svona mínútu í hlé,
að tölti einhver inn bara á typpi.
Hilmir Snær í stað Gaels Garcia | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2008 | 02:46
Símalimra
Ég festist í samtali í símanum
og samstundis gleymdi ég tímanum.
En ekki svo galið,
ef allt er meðtalið,
því ég fékk hérna fullt til að ríma um.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2008 | 17:58
Limra
Hún Fjóla víst prófaði flesta,
til að finna þann allrabesta
og keypti sér kjól,
svona hvítan með ól,
sem var hátískuhönnun á presta.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál