Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ljóð

Neil Diamond-vísa

Takmarkinu náði Neil,
númer eitt í Billboard-pressu.
Eflaust gerir góðan deil
og græðir pottþétt vel úr þessu.

mbl.is Neil Diamond náði toppsætinu loksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningalimra

Það sagt er um Barack Obama,
berserkinn athafnasama.
Hann vill kljást við McCain,
en kerling er ein –
þessi Hillary – öllum til ama.



mbl.is Búið spil fyrir Clinton?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Limra

Jóhannes keypti sér jakkaföt,
í járnvörubúð uppi á Bakkaflöt.
En rosa var ljótt,
hvað þau ryðguðu fljótt
og nú situr hann sveittur að lakka göt.


Limra

Kalli hann syngur úr kverinu,
sem keypti hann uppi á skerinu.
En aleinn hann á það
og enginn má sjá það,
svo hann felur það vestur í verinu.

Bakaralimra

Það var eitt sinn brjálaður bakari,
sem beinlínis fæddist sem rakari.
Svo nú klippir hann kökur
og kafloðnar bökur,
sem eru sko allsekki lakari.


Limra

Hann Skúli á skítugar gardínur,
skammel, stól og tvær bardýnur,
en sokkarnir hans,
þessa sérvitra manns,
þeir lykt' eins og lýsi og sardínur.


Limra

Fólkið hér sífellt er sýslandi,
sællegt við eitthvað – og hvíslandi,
leyndó – og kvelst,
því langar það helst,
að kjafta í alla á Íslandi.

Leikaralimra

Ef vaskur í Vesturport skryppi,
ég varla mér upp við það kippi,
þótt myndi það ske,
svona mínútu í hlé,
að tölti einhver inn – bara á typpi.

mbl.is Hilmir Snær í stað Gaels Garcia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Símalimra

Ég festist í samtali í símanum
og samstundis gleymdi ég tímanum.
En ekki svo galið,
ef allt er meðtalið,
því ég fékk hérna fullt til að ríma um.


Limra

Hún Fjóla víst prófaði flesta,
til að finna þann allrabesta
og keypti sér kjól,
svona hvítan með ól,
sem var hátískuhönnun á presta.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband