Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ljóð

Hafnarvarðarlimra

Ég held að ég nefni engin nöfn,
en nýjung mun verða við dröfn.
Nú Bolungarvík,
gerist viðburðarík,
þar er spennandi Spaugstofuhöfn.

mbl.is Pálmi Gestsson hafnarvörður í Bolungarvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarndýralimra

Þetta varð brandarinn besti,
er brá vorum erlenda gesti.
Sá ísbjarnarspor,
í eðju og for,
en menn hefðu best leitað að hesti.


mbl.is Hálendisbjörn trúlega hross
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaffi- og konfektlimra

Oft fær hann Kalli sér kaffitár,
og konfekt - en þá verður Haffi sár.
Því hann er í megrun
og mikilli fegrun
og ónefndu allsherjarstraffi í ár.

Kirkjulimra

Séra Sigurður Árni Þórðarson flutti tillögu um að kirkjuárið verði litgreint upp á nýtt. Tillagan var samþykkt einróma og voru nokkrir hissa á hve ljúft þetta rann í gegn hjá prestunum.

Uppi varð fótur og fit,
og flestir víst urðu bit.
Er Sigurður frækni,
loks sýndi þá tækni,
að kirkjan nú kæmist í lit.


mbl.is Kirkjan skiptir litum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskbúðarlimra

fiskisagaJá, þeir keyptu upp gamlar, góðar og ódýrar fiskbúðir.


Breyttu innréttingum, opnuðu undir merkjum Fiskisögu, með nýju starfsfólki.

Soðningin hækkaði í sumum tilfellum á nokkrum mánuðum um nærri 50%

Auðvitað láta neytendur ekki bjóða sér svona verðhækkun, sem endar með því að fiskneysla minnkar ...

Sem dæmi má nefna að ný ýsa með roði kostar 980,- kr. í Fiskbúðinni Hófgerði og 990,- kr. í Hafinu-Fiskiprinsinum í Hlíðasmára en hún kostar 1.090,- í Fiskisögu.

Já, það munar yfir 100,- kr. á kílóinu ... 10% bara á þessu.

Ég hugsa til horfinna daga,
er höndlaði ei Fiskisaga.
En á broti úr degi,
þeir boluðu úr vegi,
fiskbúðum - fólki til baga.

 


mbl.is Flestir starfsmenn Fiskisögu endurráðnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýslumannslimra á Selfossi

 461578

 

Hann fas ber hins fágaða ljóns,
er fólk minnist jarðskjálftatjóns.
Og aldrei hann sefur
því Ólafur hefur,
athugað „rolling stones“.


mbl.is Fjölmenni á íbúafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var málið!

Þetta líst mér vel á! Kæra þessa lúða og láta þá borga fyrir þrifin.

Það er óþolandi að þetta skemmdarverkalið hafi vaðið yfir allt og alla með úðabrúsana sína. Dæmi eru um að þetta lið úði á bæsað tré, steni klæðningar og innbrennt ál, sem erfitt - eða jafnvel er útilokað að þrífa. Eftir sitja húseigendur með skemmdarverkin á veggjunum eða háa málningar- og verkreikninga. 

Ég yrki um leiðindalúða,
sem lög brjóta með því að úða.
Bara tak' essa álfa
og úð' á þá sjálfa
og setj' út torg eins og trúða.


mbl.is Kópavogur sker upp herör gegn veggjakroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðurlandslimra

Ágætt er allt fyrir norðan,
þeir et' ekki upp gjaldeyrisforðann.
Þeir velja (og vita
í vorsólarhita)
Brynjuís – allir þar borð'ann.



mbl.is Veðurguðir í góðu skapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræningjalimra

Svona getur þetta snúist í höndunum á fólki.

Tveir óprúttnir náungar ætluðu að ræna eldri borgara í Álaborg, en þau gömlu lumuðu á piparúða og rafbyssu til búfjárrekstrar og vörðu heimili sitt reffilega. Ræningjarnir eru „þeir“ en gömlu hjónin eru „þau“: 

Þeir ætluðu aldrað' að ræna
og eignast skjótt féþúfu væna.
En eftir stutt þras,
þau öskruðu „GAAAAAAS!“
og tóku þá báða til bæna.

mbl.is Eldri hjón hröktu ræningja á brott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Treystum Eistunum!

Keppendur raddböndin kreista
og kynd' undir sigurneista.
Það Friðriks mun freista,
með fánastöng reista,
nú eingöngu að treysta á Eista!

mbl.is Íslendingar eiga marga stuðningsmenn í Eistlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband