Færsluflokkur: Ljóð
1.7.2008 | 13:01
Bartalimra
Ég heyrði að Víglundur varta,
léti vaxa á sér heilmikla barta
og dömunum líkar
við dásemdir slíkar
og enn hefur engin heyrst kvarta.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2008 | 01:15
Tangólimra
Sá magnaði dansari: Mango-Hans,
í Mosfellsbæ stundaði tangodans.
Ég býst við - og tel,
að það byrjaði vel,
en að lokum svo allt fór til andskotans.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2008 | 10:48
Horlimra
Það var slysalegt þegar slumma,
slettist úr nefinu á Gumma
og lenti á vesti,
hjá Lárusi presti
og klíndist á kinnina á Mumma.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2008 | 01:08
Fyllibyttulimra
Fíflið var ofurölvi
og engin furð' að ég bölvi.
Hann var skírteinislaus
og með skelfilegt raus.
Nú þeir bílinn hans brjóti og mölvi!
![]() |
Ofurölvi í sunnudagsbíltúr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2008 | 00:14
Mörtulimra
Hún var alveg mögnuð, hún Marta,
átti margbrotna framtíð og bjarta.
Því hún skipti um skó,
eftir skapi - og hló,
en helst vildi hafa þá svarta.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2008 | 22:10
Nova-limra
Ef glyrnum til hægri munt gjóa,
þá gapa sérð auglýsing mjóa.
Hvað vilt' að hann segi?
Ég vil að hann þegi!
Og nei takk að versla við Nóva!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2008 | 19:41
Ítalalimra
Ég þekkti eitt sinn ofvirkan Ítala,
sem alltaf hreint þurfti að tvítala.
Já, hann endurtók allt,
það var alls ekki snjallt,
svo hann endaði inni á spítala.
Ljóð | Breytt 30.6.2008 kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2008 | 19:34
Íþróttalýsingarlimra
Hún var íþróttaleiknum að lýsa,
þessi ljóshærða fallega skvísa.
Síðan hóf hún að gala,
og hætti að tala.
Þá varð alveg óvart til vísa.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2008 | 00:46
Evrulimra
Íslendingar á faraldsfæti hafa sérlega miklar áhyggjur af gengisþróuninni undanfarið, svo ekki sé minnst á t.d. námsmenn sem búa úti og stóla á ákveðna upphæð til að framfleyta sér. Á einu ári hefur gengið hrunð um nærri 40% og það munar sko um minna.
Gosglas kostar víst 3 á Kanarí, sem var í fyrra um 230 kr. en er núna nærri 380 kr.
Kunningi minn sagði mér að á Nasa kosti gosglasið 350 kr. Usssss...
Ég heyrði það haft eftir Jónu,
háttvirtri bankapersónu,
að vran sé góð,
fyrir íslenska þjóð,
og rétt sé að kast' okkar krónu.
![]() |
Verslunarmenn vilja taka upp evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 10:15
Blair-limra
Er víst á meðan er,
að endingu síðan fer.
En núna við fréttum,
á netmiðli þéttum,
að Bretarnir sakna Blair.
![]() |
Bretar sakna Blair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál