Færsluflokkur: Ljóð
1.7.2008 | 13:01
Bartalimra
Ég heyrði að Víglundur varta,
léti vaxa á sér heilmikla barta
og dömunum líkar
við dásemdir slíkar
og enn hefur engin heyrst kvarta.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2008 | 01:15
Tangólimra
Sá magnaði dansari: Mango-Hans,
í Mosfellsbæ stundaði tangodans.
Ég býst við - og tel,
að það byrjaði vel,
en að lokum svo allt fór til andskotans.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2008 | 10:48
Horlimra
Það var slysalegt þegar slumma,
slettist úr nefinu á Gumma
og lenti á vesti,
hjá Lárusi presti
og klíndist á kinnina á Mumma.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2008 | 01:08
Fyllibyttulimra
Fíflið var ofurölvi
og engin furð' að ég bölvi.
Hann var skírteinislaus
og með skelfilegt raus.
Nú þeir bílinn hans brjóti og mölvi!
Ofurölvi í sunnudagsbíltúr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2008 | 00:14
Mörtulimra
Hún var alveg mögnuð, hún Marta,
átti margbrotna framtíð og bjarta.
Því hún skipti um skó,
eftir skapi - og hló,
en helst vildi hafa þá svarta.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2008 | 22:10
Nova-limra
Ef glyrnum til hægri munt gjóa,
þá gapa sérð auglýsing mjóa.
Hvað vilt' að hann segi?
Ég vil að hann þegi!
Og nei takk að versla við Nóva!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2008 | 19:41
Ítalalimra
Ég þekkti eitt sinn ofvirkan Ítala,
sem alltaf hreint þurfti að tvítala.
Já, hann endurtók allt,
það var alls ekki snjallt,
svo hann endaði inni á spítala.
Ljóð | Breytt 30.6.2008 kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2008 | 19:34
Íþróttalýsingarlimra
Hún var íþróttaleiknum að lýsa,
þessi ljóshærða fallega skvísa.
Síðan hóf hún að gala,
og hætti að tala.
Þá varð alveg óvart til vísa.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2008 | 00:46
Evrulimra
Íslendingar á faraldsfæti hafa sérlega miklar áhyggjur af gengisþróuninni undanfarið, svo ekki sé minnst á t.d. námsmenn sem búa úti og stóla á ákveðna upphæð til að framfleyta sér. Á einu ári hefur gengið hrunð um nærri 40% og það munar sko um minna.
Gosglas kostar víst 3 á Kanarí, sem var í fyrra um 230 kr. en er núna nærri 380 kr.
Kunningi minn sagði mér að á Nasa kosti gosglasið 350 kr. Usssss...
Ég heyrði það haft eftir Jónu,
háttvirtri bankapersónu,
að vran sé góð,
fyrir íslenska þjóð,
og rétt sé að kast' okkar krónu.
Verslunarmenn vilja taka upp evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 10:15
Blair-limra
Er víst á meðan er,
að endingu síðan fer.
En núna við fréttum,
á netmiðli þéttum,
að Bretarnir sakna Blair.
Bretar sakna Blair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Vill svipta erlenda brotamenn ríkisborgararétti
- Par vann myglumál fyrir héraðsdómi
- Inga Sæland vandar fjölmiðlum ekki kveðjurnar
- Líneik í stjórnendastöðu hjá Fjarðabyggð
- Hvar var embættismaður ríkisins í öll þessi ár
- Bjartsýni mín hefur minnkað síðustu daga
- Tveir unnu tæpa milljón í Víkingalottó
- Eiturefni lak um gólf Háaleitisskóla
- Aldrei færri notað ljósabekki
- Lagði á flótta eftir árekstur og grunaður um ölvun
- Tíu bækur tilnefndar til Hagþenkis
- Boðar ekki fund og verkföll fram undan að óbreyttu
- Gjöldum dembt á í blindni
- Þörf á fleiri læknum
- Skriður kominn á viðræðurnar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál