Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ljóð

Handboltalimrur

Þeir brjálaðan spiluðu bolta,
í Beijing og glenntu upp skolta.
Það var rosalegt puð
og rafmagnað stuð,
já, hátt bar' í hundrað volta.

Þeir Rússana bitu í bossa,
er boltann þeir marglétu gossa,
í rússneska netið
og nálguðust metið,
í að knúsast og afhenda kossa.


mbl.is Ísland lagði Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjólkurlimra

Hún Fía víst alltaf er flóandi
og finnst þannig mjólkin svo róandi.
Vill haf'ana heita
og helst láta þeyta,
en verr'ef hún vær'alveg glóandi.

Dónárlimra

Það finnst einhver deli við Dóná,
sem dömur eru alltaf að gón'á,
því oftast hann er,
í ánni víst ber
og mun kvennhyllistoppinum trón'á.

Brian's-limra

 Ég sá myndina Life of Brian í fyrsta skipti í Osló, líklega 1981. Þar var heilmikil rekistefna um hvort ætti að leyfa hana eða banna hana. Ég man að einhver kristilegur stjórnmálaflokkur hótaði að gera allt vitlaust ef myndin yrði leyfð. Að lokum sættust menn á það að leyfa sýningu hennar, en á undan var sýnt (í hátt í mínútu) yfirlýsing þess eðlis að myndin fjallaði ekki að neinu leyti um líf Jesú Krists. M.ö.o. veltu allir bíógestir fyrir sér samlíkingunni við líf Jesú, í stað þess að sleppa því að nefna það.

Svona var sagan um Brian,
saklausa krossfesta giann.
Hún er ekki um Jesú,
þótt ályktun sé sú,
að einnig á krossinum diann.


mbl.is Bannað að sýna Life of Brian
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömmulimra

Hún var ákveðin þessi amma,
sem unglinga var að skamma.
Hún tók þá til bæna,
er búð vildu ræna
og lamdi með kústi á kjamma

mbl.is Ræningjunum sópað út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarleyfislimra

Nú er ég á flakki í fríinu,
og forðast að vera hjá mýinu.
Til Asíu fór,
og fæ mér einn bjór,
sem drekk svo í skugga af skýinu.

Ferðamannalimra

Við fjölbreytta sjáum hér ferðamenn,
sem flakka um landið og verða menn.
Því þeir gista á kvöldum,
í gatslitnum tjöldum,
sem hlýtur í kulda að herða menn.

mbl.is Ein stærsta ferðahelgi landsins framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauðvínslimra

Ég heyrði af hágæðavíni,
sem húrraði niður í rýni.
Að vera „Grand Cru“,
ei veitist þeim nú
og ætla að eftirspurn dvíni.

mbl.is Gæðastimpill tekinn af St Emilion
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átlimra

Ef á Íslandi veittist nú orða,
eingöngu fyrir að borða.
Þá fengi Jón Snær,
fljótlega tvær,
því á viku át vetrarforða.

Strokulimra

Þegar slatti af kameldýrum, einhver lamadýr og svín strjúka úr sirkus og leiðtogi flóttans er gíraffi sem sparkar upp girðingunni, þá gæti ég ímyndað mér að verði uppi fótur og fit.
 

Leiður varð gíraffi og lama,
sem langaði í glænýjan frama.
Ásamt kamel og svínum
úr sirkusi fínum,
þau struku og gerðu menn grama.

mbl.is Gíraffi forsprakki sirkusflótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband