Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ljóð

Dóralimra

Ég heyrði að dóninn hann Dóri,
drengurinn sveri og stóri,
sé óbylgjarn mjög,
um íþróttafög
og krakkana bíti og klóri.

Björgvins Páls Gústavssonarlimra

Það bar ansi mikið á Bjögga,
með „brilliant“ markvörslu snögga.
Fólk byrjað' að hvetja:
„Hann Björgvin er hetja!“
Það á ekk' að ergj'ann og bögga.

mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússalimra

Það  var eitt sinn rauðhærður Rússi,
sem reiddist í viðskiptastússi.
Hann barði í borðið
og bað svo um orðið,
en fór síðan burtu í fússi.

Prestalimra

Presturinn masað' í messu
og mælt' undir óhemju pressu.
„Það er töluvert stuð,
að trúa á Guð!
Annars lendið' með lífið í klessu.“

Subbulimra

Um smákrakka heyrt nú ég hef,
sem hefur svo rosalegt nef,
að þykir víst verra,
ef þarf 'ann að hnerra,
því slettist þá hor, bæði og slef.

Hundalimra

Ég frétti að frekjan 'ún Hrund,
hefði fengið sér spánnýjan hund.
En Lubbi víst át,
leikfangabát,
peð og ein 200 £.

Bílalimra

Hann Jón átti bíl sem að bilaði.
Svo bílnum hann fljótlega skilaði.
En keypti svo nikku,
með kantskyggni þykku
og sat bara spældur og spilaði.

Ljóskulimra

Ég þekk' eina ljósku, svo laglega,
sem leikur á trommur mjög faglega.
Hún hlær ansi mikið
svo hristist allt spikið
og drekkur víst brennivín daglega.

Bakaríissektarlimra

Nú bakarar vandræði baka
og býsnin öll vinna til saka.
En nú fá þeir sektir
og neytendur hvekktir,
samt þurfa á verði að vaka.

 


mbl.is Bakarí sektuð vegna óviðunandi verðmerkinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stínulimra

Óþekktarstelpan hún Stína,
stalst til að fara til Kína.
Er í vopnaleit beið,
hún varð eitthvað reið.
Nú vegabréf vill ekki sýna.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband