Færsluflokkur: Ljóð
25.8.2008 | 01:29
Dóralimra
Ég heyrði að dóninn hann Dóri,
drengurinn sveri og stóri,
sé óbylgjarn mjög,
um íþróttafög
og krakkana bíti og klóri.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2008 | 00:48
Björgvins Páls Gústavssonarlimra
Það bar ansi mikið á Bjögga,
með brilliant markvörslu snögga.
Fólk byrjað' að hvetja:
Hann Björgvin er hetja!
Það á ekk' að ergj'ann og bögga.
Íslendingar í úrslitaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2008 | 14:19
Rússalimra
Það var eitt sinn rauðhærður Rússi,
sem reiddist í viðskiptastússi.
Hann barði í borðið
og bað svo um orðið,
en fór síðan burtu í fússi.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2008 | 11:50
Prestalimra
Presturinn masað' í messu
og mælt' undir óhemju pressu.
Það er töluvert stuð,
að trúa á Guð!
Annars lendið' með lífið í klessu.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2008 | 02:25
Subbulimra
Um smákrakka heyrt nú ég hef,
sem hefur svo rosalegt nef,
að þykir víst verra,
ef þarf 'ann að hnerra,
því slettist þá hor, bæði og slef.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2008 | 23:33
Hundalimra
Ég frétti að frekjan 'ún Hrund,
hefði fengið sér spánnýjan hund.
En Lubbi víst át,
leikfangabát,
peð og ein 200 £.
Ljóð | Breytt 22.8.2008 kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 14:12
Bílalimra
Hann Jón átti bíl sem að bilaði.
Svo bílnum hann fljótlega skilaði.
En keypti svo nikku,
með kantskyggni þykku
og sat bara spældur og spilaði.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 11:21
Ljóskulimra
Ég þekk' eina ljósku, svo laglega,
sem leikur á trommur mjög faglega.
Hún hlær ansi mikið
svo hristist allt spikið
og drekkur víst brennivín daglega.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2008 | 17:18
Bakaríissektarlimra
Nú bakarar vandræði baka
og býsnin öll vinna til saka.
En nú fá þeir sektir
og neytendur hvekktir,
samt þurfa á verði að vaka.
Bakarí sektuð vegna óviðunandi verðmerkinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2008 | 17:04
Stínulimra
Óþekktarstelpan hún Stína,
stalst til að fara til Kína.
Er í vopnaleit beið,
hún varð eitthvað reið.
Nú vegabréf vill ekki sýna.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál