Færsluflokkur: Ljóð
5.9.2008 | 02:31
Liljulimra
Við lúsuga gaurinn hún Lilja,
loksins nú tókst henn' að skilja.
Hann skild' ekki það,
hve þráði hún bað.
Nú hún ilmar frá hvirfli til ilja.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2008 | 11:18
Bjarnalimra
Hafið þið heyrt um hann Bjarna,
háðfuglinn metorðagjarna?
Á vörubíl vinnur,
þú vísast hann finnur,
við snögga gerð snjóflóðavarna.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2008 | 21:58
Frissalimra
Ég frétti af piltinum Frissa,
sem fékk hana Önnu að kyssa.
Er lengst nið'rí lungu,
hún laumaði tungu
varð hann alveg gapandi hissa.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2008 | 16:07
Sverrislimra
Rumur sem réðist að Sverri
og ruddi víst örðu hverri,
AF - borði hans,
þessa AFLraunamanns.
Ætl' ann sé eitthvað verri?
Stimpingar á skrifstofu AFLS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.8.2008 | 01:37
Ólalimra
Ég heyrði að Húsvíski-Óli,
hefði víst dottið á hjóli
og finni nú til,
í tánum og il
og æpi og grenji og góli.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2008 | 14:12
Ingulimra
Hún á afmæli í dag hún Inga,
óperusöngkonan slynga.
Hún vill enga pakka,
en víst mun hún þakka,
fyrir dýrmæta demantshringa.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2008 | 19:12
Daggarlimra
Déskoti finnst mér hún Dögg,
dugleg og askolli snögg.
Það var á hana ráðist
og ræninginn náðist,
því hún er svo gáfuð og glögg.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2008 | 19:05
Þórulimra
Þjóðlagasöngkonan Þóra,
við þjóðleikhús- sagði hún -stjóra:
Af spenningi spring,
er ég spila og syng.
(Svo fékk hún sér svo fullmarga bjóra.)
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2008 | 17:17
Hannesarlimra
Hátæknimaðurinn Hannes,
hagfræði lærði í Randers.
En svo kom hann aftur,
því aðdráttarkraftur,
Íslands, hann dró út á annes.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2008 | 15:41
Ragnarslimra
Það er guðdómlegt te, þetta græna,
hið góða og náttúruvæna,
segir Ragnar og sötrar,
af sælu hann nötrar,
en fer síðan fram til að spræna.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál