Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ljóð

Liljulimra

Við lúsuga gaurinn hún Lilja,
loksins nú tókst henn' að skilja.
Hann skild' ekki það,
hve þráði hún bað.
Nú hún ilmar frá hvirfli til ilja.


Bjarnalimra

Hafið þið heyrt um hann Bjarna,
háðfuglinn metorðagjarna?
Á vörubíl vinnur,
þú vísast hann finnur,
við snögga gerð snjóflóðavarna.

Frissalimra

Ég frétti af piltinum Frissa,
sem fékk hana Önnu að kyssa.
Er lengst nið'rí lungu,
hún laumaði tungu
varð hann alveg gapandi hissa.

 


Sverrislimra

Rumur sem réðist að Sverri
og ruddi víst örðu hverri,
AF - borði hans,
þessa „AFLraunamanns“.
Ætl' ann sé eitthvað verri?

mbl.is Stimpingar á skrifstofu AFLS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólalimra

Ég heyrði að Húsvíski-Óli,
hefði víst dottið á hjóli
og finni nú til,
í tánum og il
og æpi og grenji og góli.

Ingulimra

Hún á afmæli í dag hún Inga,
óperusöngkonan slynga.
Hún vill enga pakka,
en víst mun hún þakka,
fyrir dýrmæta demantshringa.

Daggarlimra

Déskoti finnst mér hún Dögg,
dugleg og askolli snögg.
Það var á hana ráðist
og ræninginn náðist,
því hún er svo gáfuð og glögg.

Þórulimra

Þjóðlagasöngkonan Þóra,
við þjóðleikhús- sagði hún -stjóra:
„Af spenningi spring,
er ég spila og syng.“
(Svo fékk hún sér svo fullmarga bjóra.)

Hannesarlimra

Hátæknimaðurinn Hannes,
hagfræði lærði í Randers.
En svo kom hann aftur,
því aðdráttarkraftur,
Íslands, hann dró út á annes.

Ragnarslimra

„Það er guðdómlegt te, þetta græna,
hið góða og náttúruvæna,“
segir Ragnar og sötrar,
af sælu hann nötrar,
en fer síðan fram til að spræna.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband