Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ljóð

Hrefnulimra Róbertsdóttur

Déskoti dugleg er Hrefna,
á doktorinn ákvað að stefna.
Síðan varði hún vel
og vasklega – tel,
en gráðuna fékk hún ei gefna.


Káralimra

Hafið þið kynnst 'onum Kára,
sem kvíðir víst fullorðinsára.
Því hann tognað' á fæti,
í Thorvaldsensstræti
og verkurinn veit upp í nára.

Sarah Palin-limra

Ferlegan gerði hann feilinn,
er í framboðið valdi hann Palin.
John finnst ekkert gaman
er fylgið dregst saman,

hann er kynlegur Kananna heilinn.

mbl.is Blikkandi Palin ruglar fólk í ríminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gordon Brown-limra

Ég vildi að værum við án,
hins vonda og skapilla Brown.
Oss líkir við terror,
ég tel það sko error
Hans framkoma' er smekklaus og smán.


Þrastarlimra

Nú þú ert að heyra af Þresti,
sem þykist hinn afkastamesti,
uppþvottakall,
en er varla snjall
og mætir á mánaðarfresti.

Gaujalimra

Það var eitt sinn gaur sem hét Gaui,
sem gekk um í frakka - í spaugi.
En frakkinn var víður
og ferlega síður
og ljós, svo hann líktist víst draugi

Hemmalimra

Frá Keflavík kemur'ann Hemmi
og kúldrast víst oft niðrá Hlemmi.
Þar fylgist hann með,
því flest getur skeð
og'ann skoðar hvort einhverjir skemmi.

Svívirðileg hækkun hjá Nóatúni!

sitelogoKunningi minn sagði mér í kvöld að hann hefði komið við í Nóatúni í Vesturbænum og keypt sér box úr salatborðinu þeirra, þetta sem hægt er að velja og blanda í sjálfur. Hann hafði oft keypt slíkt áður og á áberandi miða við salatborðið stóð alltaf: 419,- kr.

En í dag, þegar hann var að velja sér grænmeti o.fl. tók hann eftir því að verðmiðann vantaði. Hmmm... óverðmerkt? Af hverju? Hann hugsaði mér sér að hafa vakandi auga á afgreiðslukassanum. Jú, það stemmdi. Verðið á boxinu er komið upp í 659,- kr. Segi og skrifa, sexhundruð fimmtíu og níu krónur!

Hann sagði mér að hann hefði þakkað pent fyrir, en skildi boxið eftir á kassanum og gekk út án þess að kaupa neitt. Það eru takmörk fyrir því sem hægt er að bjóða kúnnanum, en að hækka salatboxið um 57% er svívirðilegt. Hann er nú einn af fjölmörgum „fyrrverandi“ viðskiptavinum Nóatúns. Búinn að fá nóg! Verslar nú annars staðar. Pössum okkur bæði á röngum hillumerkingum og óverðmerktum vörum!

Rifja upp áður birta limru:

Nú er ég langþreyttur neytandi,
því Nóatún sífellt er breytandi,
verði á kassa,
það virðist ei passa
við hilluverð - þetta er þreytandi.


Gvendarlimra

Mér finnst hann svo frábær hann Gvendur,
með fallegar kraftmiklar hendur.
En lappirnar eru,
líkastar peru,
hann oftast er eins og sé kenndur.


Þú veist að það er árið 2008, ef ...

1.
... þú ferð í partý og kvöldið fer aðallega í að taka myndir fyrir bloggið þitt.


2.
...  þú hefur ekki lagt kapal með alvöru spilastokki í nokkur ár.


3.
... ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma af gömlu vinunum er sú að þeir blogga ekki, eru ekki á MySpace og eða á FaceBook.


4.
... þú leitar frekar um alla íbúð að fjarstýringunni í stað þess að ýta bara á takkann á sjónvarpinu.


6.
... kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.


7.
... þú lest þennan lista brosandi og kinkar kolli öðru hvoru.


8.
... þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að eyða tíma í að lesa þennan lista.


9.
... þú ert of upptekin/upptekinn - og tókst ekki eftir númer fimm.


10.
... þú fórst virkilega til baka til að athuga hvort það væri eitthvað númer fimm.


11.
... þú hlærð svo af heimsku þinni.


12.
... þú sendir þetta á vini þina, eða skellir þessu á bloggið þitt eða kemur þessu á framfæri einhverstaðar.

 

Fékk þetta sent frá Bjössa vini mínum, finnst þetta alveg frábært!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband