Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spaugilegt

Limra

Nú er ég langþreyttur neytandi,
því Nóatún alltaf er breytandi,
verði á kassa,
það virðist ei passa,
við hilluverð, þetta er þreytandi. 


Limra

Hann Ólafur áleit til bölvunar,
allskonar vandræði tölvunnar,
sem fimm sinnum fraus
og fjandinn varð laus,
sem varð síðan ástæða ölvunar.


Limra

Thor fór í eldhúsið - til að nokk,
tómatasalati að skila kokk.
En kom svo til baka,
frá kokknum með svaka
flottan og spánýan spilastokk.

Limra

Yfir fréttunum drottnar oft drunginn,
svo dæmalaust alvöruþrunginn.
En er þett' einhver frétt,
jafnvel þó það sé rétt,
að pilturinn raki á sér punginn?

mbl.is Daglegur rakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Limrur

Dæmalaust falleg er Díana
og dólgarnir alls ekki flýj'ana.
Þeir hugsa um eitt,
sem hún getur veitt
og það fer svona ferlega í'ana.

Um daginn tók Kiddi af Kára mynd,
hvar kappinn leit út eins og Bára Hind.
Svo til þess að grínast
og talsvert að sýnast,
þeir smellt'enn'á sýningu í Smáralind.

Hann Skúli er skipstjóri á Fífunni
og skopast að efnahagsdýfunni.
Því frekar en fiska,
hann fær sér oft diska,
á útsölu - oftast í Skífunni.


Limra

Mikilvægt mannsins er starf
og margt nú að ræða oft þarf.
En undarlegt pínu,
er að áliti mínu,
þegar alvöruleikskóli hvarf.


mbl.is Kópavogsbær tekur við rekstri leikskólans Hvarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Limra

Ef ökumaður var ölvaður,
þá áfengisdjöfullinn bölvaður,
keyrði í á
og eftir varð þá,
bíllinn þar - blautur og mölvaður.

mbl.is Ók út í Elliðaá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Limra

Ég hef gantast við Gísla Rúnar,
sem finnst gaman að hvísla snúnar,
limrur og gátur,
sem lúmskt vekja hlátur.
Hann er langt frá að sýsla við fúnar.

Limra

Pólverjinn Paganíni,
er púki með svaka trýni.
Hann er kubbslegur, lítill
og kantaður trítill,
sem kann ekki að taka gríni.

 


Limra

Vinur minn, Vilhjálmur Jósafat
veitingamaður, hjá Rósa sat:
"Paprikupasta,
já punktur og basta,
ég dýrka - og allskonar dósamat."


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband