Færsluflokkur: Spaugilegt
8.5.2008 | 12:13
Limra
Hann Skúli á skítugar gardínur,
skammel, stól og tvær bardýnur,
en sokkarnir hans,
þessa sérvitra manns,
þeir lykt' eins og lýsi og sardínur.
6.5.2008 | 10:40
Limra
Fólkið hér sífellt er sýslandi,
sællegt við eitthvað og hvíslandi,
leyndó og kvelst,
því langar það helst,
að kjafta í alla á Íslandi.
4.5.2008 | 03:50
Leikaralimra
Ef vaskur í Vesturport skryppi,
ég varla mér upp við það kippi,
þótt myndi það ske,
svona mínútu í hlé,
að tölti einhver inn bara á typpi.
Hilmir Snær í stað Gaels Garcia | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2008 | 02:46
Símalimra
Ég festist í samtali í símanum
og samstundis gleymdi ég tímanum.
En ekki svo galið,
ef allt er meðtalið,
því ég fékk hérna fullt til að ríma um.
3.5.2008 | 17:58
Limra
Hún Fjóla víst prófaði flesta,
til að finna þann allrabesta
og keypti sér kjól,
svona hvítan með ól,
sem var hátískuhönnun á presta.
30.4.2008 | 18:33
Limra
David Blaine vaxinn er vandanum,
og vel tekur á öllum fjandanum.
Um metið skal ort hér,
því meira en korter,
hjá Opruh, hélt niðr' í sér andanum.
Hélt niðri í sér andanum í rúmar 17 mínútur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2008 | 00:42
Limra
Við gefum okkkur að næsti maður á eftir lögreglumanninum gleymna í Svíþjóð, hafi heitað Stellan Pärson:
Ég býst við að haf' orðið hissa,
sá herra sem næst þurft' að pissa.
Það fór hrollur um Stellan,
er hrist' átti sprellann,
því þá blasti við lögreglubyssa.
Lögga í spreng gleymdi byssu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2008 | 11:50
Limra
Hannes fer oft suðr'í Hafnarfjörð
og heilmikil æfing er þarna gjörð,
með einhverri frú,
því ætla ég nú,
að fylg'onum fjári stór barnahjörð.
27.4.2008 | 03:43
Lottólimra
Vá! Þú færð vinninga stóra,
ef valdirðu 24.
Og 6-ið kom þá
síðan 23
hálfan 42 og svo 4.
Þrír með allar tölur réttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2008 | 18:04
Vísa
Hugarafl fólkið nú færði allt saman
og fylltur var kaffibrúsi.
Allir svo höfðu það gott og gaman,
á geðveiku kaffihúsi.
Geðveikt kaffihús hjá Hugarafli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál