Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spaugilegt

Limra

Hann Skúli á skítugar gardínur,
skammel, stól og tvær bardýnur,
en sokkarnir hans,
þessa sérvitra manns,
þeir lykt' eins og lýsi og sardínur.


Limra

Fólkið hér sífellt er sýslandi,
sællegt við eitthvað – og hvíslandi,
leyndó – og kvelst,
því langar það helst,
að kjafta í alla á Íslandi.

Leikaralimra

Ef vaskur í Vesturport skryppi,
ég varla mér upp við það kippi,
þótt myndi það ske,
svona mínútu í hlé,
að tölti einhver inn – bara á typpi.

mbl.is Hilmir Snær í stað Gaels Garcia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Símalimra

Ég festist í samtali í símanum
og samstundis gleymdi ég tímanum.
En ekki svo galið,
ef allt er meðtalið,
því ég fékk hérna fullt til að ríma um.


Limra

Hún Fjóla víst prófaði flesta,
til að finna þann allrabesta
og keypti sér kjól,
svona hvítan með ól,
sem var hátískuhönnun á presta.


Limra

David Blaine vaxinn er vandanum,
og vel tekur á öllum fjandanum.
Um metið skal ort hér,
því meira en korter,
hjá Opruh, hélt niðr' í sér andanum.


mbl.is Hélt niðri í sér andanum í rúmar 17 mínútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Limra

Við gefum okkkur að næsti maður á eftir lögreglumanninum gleymna í Svíþjóð, hafi heitað Stellan Pärson: 

Ég býst við að haf' orðið hissa,
sá herra sem næst þurft' að pissa.
Það fór hrollur um Stellan,
er hrist' átti sprellann,
því þá blasti við lögreglubyssa.


mbl.is Lögga í spreng gleymdi byssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Limra

Hannes fer oft suðr'í Hafnarfjörð
og heilmikil æfing er þarna gjörð,
með einhverri frú,
því ætla ég nú,
að fylg'onum fjári stór barnahjörð.

Lottólimra

Vá! Þú færð vinninga stóra,
ef valdirðu 24.
Og 6-ið kom þá
síðan 23
„hálfan 42“ og svo 4.


mbl.is Þrír með allar tölur réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísa

Hugarafl fólkið nú færði allt saman
og fylltur var kaffibrúsi.
Allir svo höfðu það gott og gaman,
á „geðveiku kaffihúsi“.

mbl.is Geðveikt kaffihús hjá Hugarafli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband