Færsluflokkur: Spaugilegt
20.6.2008 | 17:45
Hafnarvarðarlimra
Ég held að ég nefni engin nöfn,
en nýjung mun verða við dröfn.
Nú Bolungarvík,
gerist viðburðarík,
þar er spennandi Spaugstofuhöfn.
Pálmi Gestsson hafnarvörður í Bolungarvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 21.6.2008 kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2008 | 17:29
Bjarndýralimra
Þetta varð brandarinn besti,
er brá vorum erlenda gesti.
Sá ísbjarnarspor,
í eðju og for,
en menn hefðu best leitað að hesti.
Hálendisbjörn trúlega hross | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2008 | 00:45
Sýslumannslimra á Selfossi
Hann fas ber hins fágaða ljóns,
er fólk minnist jarðskjálftatjóns.
Og aldrei hann sefur
því Ólafur hefur,
athugað rolling stones.
Fjölmenni á íbúafundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2008 | 16:17
Það var málið!
Þetta líst mér vel á! Kæra þessa lúða og láta þá borga fyrir þrifin.
Það er óþolandi að þetta skemmdarverkalið hafi vaðið yfir allt og alla með úðabrúsana sína. Dæmi eru um að þetta lið úði á bæsað tré, steni klæðningar og innbrennt ál, sem erfitt - eða jafnvel er útilokað að þrífa. Eftir sitja húseigendur með skemmdarverkin á veggjunum eða háa málningar- og verkreikninga.
Ég yrki um leiðindalúða,
sem lög brjóta með því að úða.
Bara tak' essa álfa
og úð' á þá sjálfa
og setj' út torg eins og trúða.
Kópavogur sker upp herör gegn veggjakroti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.5.2008 | 00:35
Norðurlandslimra
Ágætt er allt fyrir norðan,
þeir et' ekki upp gjaldeyrisforðann.
Þeir velja (og vita
í vorsólarhita)
Brynjuís allir þar borð'ann.
Veðurguðir í góðu skapi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2008 | 02:02
Ræningjalimra
Svona getur þetta snúist í höndunum á fólki.
Tveir óprúttnir náungar ætluðu að ræna eldri borgara í Álaborg, en þau gömlu lumuðu á piparúða og rafbyssu til búfjárrekstrar og vörðu heimili sitt reffilega. Ræningjarnir eru þeir en gömlu hjónin eru þau:
Þeir ætluðu aldrað' að ræna
og eignast skjótt féþúfu væna.
En eftir stutt þras,
þau öskruðu GAAAAAAS!
og tóku þá báða til bæna.
Eldri hjón hröktu ræningja á brott | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2008 | 23:10
Kosningalimra
Það sagt er um Barack Obama,
berserkinn athafnasama.
Hann vill kljást við McCain,
en kerling er ein
þessi Hillary öllum til ama.
Búið spil fyrir Clinton? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2008 | 17:02
Limra
Jóhannes keypti sér jakkaföt,
í járnvörubúð uppi á Bakkaflöt.
En rosa var ljótt,
hvað þau ryðguðu fljótt
og nú situr hann sveittur að lakka göt.
9.5.2008 | 13:58
Limra
Kalli hann syngur úr kverinu,
sem keypti hann uppi á skerinu.
En aleinn hann á það
og enginn má sjá það,
svo hann felur það vestur í verinu.
9.5.2008 | 10:45
Bakaralimra
Það var eitt sinn brjálaður bakari,
sem beinlínis fæddist sem rakari.
Svo nú klippir hann kökur
og kafloðnar bökur,
sem eru sko allsekki lakari.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál