Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spaugilegt

Átlimra

Ef á Íslandi veittist nú orða,
eingöngu fyrir að borða.
Þá fengi Jón Snær,
fljótlega tvær,
því á viku át vetrarforða.

Strokulimra

Þegar slatti af kameldýrum, einhver lamadýr og svín strjúka úr sirkus og leiðtogi flóttans er gíraffi sem sparkar upp girðingunni, þá gæti ég ímyndað mér að verði uppi fótur og fit.
 

Leiður varð gíraffi og lama,
sem langaði í glænýjan frama.
Ásamt kamel og svínum
úr sirkusi fínum,
þau struku og gerðu menn grama.

mbl.is Gíraffi forsprakki sirkusflótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bartalimra

Ég heyrði að Víglundur varta,
léti vaxa á sér heilmikla barta
og dömunum líkar
við dásemdir slíkar
og enn hefur engin heyrst kvarta.

Tangólimra

Sá magnaði dansari: Mango-Hans,
í Mosfellsbæ stundaði tangodans.
Ég býst við - og tel,
að það byrjaði vel,
en að lokum svo allt fór til andskotans.

Horlimra

Það var slysalegt þegar slumma,
slettist úr nefinu á Gumma
og lenti á vesti,
hjá Lárusi presti
og klíndist á kinnina á Mumma.

Fyllibyttulimra

Fíflið var ofurölvi
og engin furð' að ég bölvi.
Hann var skírteinislaus
og með skelfilegt raus.
Nú þeir bílinn hans brjóti og mölvi!

mbl.is Ofurölvi í sunnudagsbíltúr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mörtulimra

Hún var alveg mögnuð, hún Marta,
átti margbrotna framtíð og bjarta.
Því hún skipti um skó,
eftir skapi - og hló,
en helst vildi hafa þá svarta.

Nova-limra

Ef glyrnum til hægri munt gjóa,
þá gapa sérð auglýsing mjóa.
„Hvað vilt' að hann segi?“
Ég vil að hann þegi!
Og nei takk að versla við Nóva!

Ítalalimra

Ég þekkti eitt sinn ofvirkan Ítala,
sem alltaf hreint þurfti að tvítala.
Já, hann endurtók allt,
það var alls ekki snjallt,
svo hann endaði inni á spítala.

Íþróttalýsingarlimra

Hún var íþróttaleiknum að lýsa,
þessi ljóshærða fallega skvísa.
Síðan hóf hún að gala,
og hætti að tala.
Þá varð alveg óvart til vísa.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband