21.12.2008 | 00:22
Bráðskemmtilegt kvöld og „uppskurðurinn“ var flottur!
Hólakvöldið á Græna hattinum á Akureyri var bráðskemmtilegt. Davíð Hjálmar Haraldsson las vel ortar sonnettur, Hjálmar Freysteinsson las smellnar limrur, ég tengdi tvo einstaklinga (sem ekkert þekktust) svo sterkum tilfinningaböndum að konan skynjaði snertingu sem maðurinn varð fyrir og síðan var hápunktur kvöldsins þegar töframaðurinn Baldur Brjánsson skar upp með berum höndum. Sjúklingurinn var Hjálmar læknir Freysteinsson og aðstoðarmaðurinn var akureyrski töframaðurinn Einar einstaki. Það er að vísu rangt haft eftir í fréttinni, að á pilluglasinu sem kom úr iðrum Hjálmars stóð að pillurnar væru gegn ritstíflu og væru stuðla- og endarímsaukandi.
Eins og kemur fram í bókinni um Baldur, Töfrum líkast, þá skar hann upp í sjónvarpssal fyrir rétt rúmum 30 árum, sem hafði þær afleiðingar að ferðir Íslendinga til Filippseyja í lækningaskyni lögðust alveg af.
Baldur nú borar í Hjálmar
og baldinn um innyflin fálmar.
En mér fyndist það rangt,
ef hann færi of langt.
þá yrðu sungnir hér sálmar.
![]() |
Uppskurður á niðurskurðartímum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Menning og listir, Ljóð | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.