19.9.2008 | 00:09
Svívirðileg hækkun hjá Nóatúni!
Kunningi minn sagði mér í kvöld að hann hefði komið við í Nóatúni í Vesturbænum og keypt sér box úr salatborðinu þeirra, þetta sem hægt er að velja og blanda í sjálfur. Hann hafði oft keypt slíkt áður og á áberandi miða við salatborðið stóð alltaf: 419,- kr.
En í dag, þegar hann var að velja sér grænmeti o.fl. tók hann eftir því að verðmiðann vantaði. Hmmm... óverðmerkt? Af hverju? Hann hugsaði mér sér að hafa vakandi auga á afgreiðslukassanum. Jú, það stemmdi. Verðið á boxinu er komið upp í 659,- kr. Segi og skrifa, sexhundruð fimmtíu og níu krónur!
Hann sagði mér að hann hefði þakkað pent fyrir, en skildi boxið eftir á kassanum og gekk út án þess að kaupa neitt. Það eru takmörk fyrir því sem hægt er að bjóða kúnnanum, en að hækka salatboxið um 57% er svívirðilegt. Hann er nú einn af fjölmörgum fyrrverandi viðskiptavinum Nóatúns. Búinn að fá nóg! Verslar nú annars staðar. Pössum okkur bæði á röngum hillumerkingum og óverðmerktum vörum!
Rifja upp áður birta limru:
Nú er ég langþreyttur neytandi,
því Nóatún sífellt er breytandi,
verði á kassa,
það virðist ei passa
við hilluverð - þetta er þreytandi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ljóð, Matur og drykkur | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
Athugasemdir
Það er raunar ólöglegt að verðmerkja ekki vöru. Hann ætti að benda neytendastofu á þetta.
Góð limra...
Sigurjón, 19.9.2008 kl. 01:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.