10.9.2008 | 16:03
Ætli hann verði ekki frægur?
Það er alltaf gaman af því þegar einhver sem maður þekkir til gerir góða hluti. Jói Kristins ólst upp í næsta botnlanga fyrir ofan okkur og var í bekk með Axeli, miðstráknum á heimilinu. Hann var alltaf frjór í Snælandsskóla og þurfti næg verkefni til að leysa. Einu sinni kom ég í foreldraviðtal hjá umsjónarkennara Daniels, þess elsta. Þá var Jói uppi á gluggakistu, úti í glugga og var að ulla á gesti og gangandi, með Elsu kennarann sinn öskrandi fyrir aftan.
Ég hlustaði á nokkur laga hans á mæspeis-síðunni hans og þau lofa góðu. Ljúf kassagítartónlist með skemmtilega minimalískum útsetningum, sem mér fellur mjög vel. Það þarf ekki alltaf að ráða alla hljóðfæraleikara landsins til að spila undir, eins og upp á síðkastið hjá Bjögga og Bubba. Nú þarf Jói bara að læra að syngja á íslensku, þá verður hann enn betri.
Ætli hann verði ekki frægur, hann Jóhann? Ef hann fetar í fótspor pabba síns, þá gæti hann orðið stórfrægur. Pabbi hans byrjaði einmitt á kassagítarspili á hippatímabilinu, hann Kristinn Sigmundsson.
Jóhann Kristinsson gefur út sína fyrstu plötu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.