20.6.2008 | 17:45
Hafnarvarðarlimra
Ég held að ég nefni engin nöfn,
en nýjung mun verða við dröfn.
Nú Bolungarvík,
gerist viðburðarík,
þar er spennandi Spaugstofuhöfn.
Pálmi Gestsson hafnarvörður í Bolungarvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ljóð, Menning og listir, Spaugilegt | Breytt 21.6.2008 kl. 20:37 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
Athugasemdir
Sæll Gunnar
Nú óska ég eftir námskeiði... Ég er mikil áhugakona um ljóðlist þó sjálf kunni ekki annað en að setja saman handónýtan leirburð.
En ég sé að þú kannt að setja saman það sem kallað er 'limra' og mig langar að vita hvað það þýðir. Svo er eitthvað sem heitir ferskeytla og ég veit ekki hvað... hvar getur maður fundið upplýsingar um íslenska bragarhætti og lært kannski þannig að yrkja eins og maður!
því þó ég kunni ekki neitt, vantar aldrei innblásturinn
Aðalheiður Ámundadóttir, 20.6.2008 kl. 20:42
Takk fyrir það, Aðalheiður!
Ég er nú bara áhugamaður líka, en ég myndi ráðleggja þér að skoða bókina: Vísnaverkefni eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson frá Vaðbrekku, sem Bókaútgáfan Hólar gaf út 2002. (holar@simnet.is), Hún hefur verið mjög vinsæl og endurprentuð 2006 og aftur 2007. Þar kemur Ragnar Ingi inn á bragfræði og ljóðagerð.
Limra er bragarháttur sem kemur víst upphaflega frá Írlandi, kenndur við bæinn Limerick. Limruformið er fimm línur og er með svokölluðu AABBA-rími. Þá ríma saman fyrsta, önnur og fimmta lína. Svo ríma þriðja og fjórða lína saman. En formið og línulengdir eru líka með ákveðnum hætti. Ein af vel þekktu limrunum, sem oft eru sungnar, er Hann var sjómaður dáðadrengur.
Hér er rímið merkt með grænu og bláu, stuðlar og höfuðstafir með rauðu, appelsínugulu og bleiku. Sumum finnst, þar sem þetta er írskur bragarháttur, að ekki eigi að vera stuðlar og höfuðstafir, en það eru bara þeir sem annað hvort kunna ekki á þá, eða nenna ekki að brjóta heilann til að finna þá.
Annars held ég að vísnagerð sé eins og hver önnur íþrótt. Þeir sem finna sig í henni og æfa sig verða oft þokkalega góðir, en þeir sem nenna ekki að æfa sig ná engum árangri.
Það sem ég klikkaði helst á, sérstaklega í upphafi, var ofstuðlun. Það má ekki setja þrjá eða fjóra stuðla í sömu línu og í línu þar sem höfuðstafur er, má ekki setja annan, eða tvo stuðla.
Ég vona að þetta hjálpi örlítið, en ég er svo langt frá því að vera sérfræðingur í þessum málum.
Svo má geta þess, svona í lokin, að á hverjum vetri er starfræktur ljóðahópur innan félagsstarfsins í Gjábakka í Kópavogi. Hann heitir Skapandi skrif og vegna misskilnings sem gætir hjá mörgum, vil ég taka það fram að það eru engin aldurstakmörk, hvorki upp né niður, til að komast í þann hóp. Ég held að þau hittist enn á mánudagskvöldum kl. 20. Hagyrðingurinn og ljóðasnillingurinn Þórður Helgason leiðir starfið og best er að hringja í Sigurbjörgu í síma: 554 3400 til að fá nánari upplýsingar um þetta skemmtilega starf, sem líklega fer aftur í gang í haust.
Gunnar Kr., 21.6.2008 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.