5.2.2008 | 23:40
Ekki að spyrja að heimsku afbrotamanna
Hún var ansi skondin útvarpsfrétt Gísla Einarssonar um daginn, af ökuníðingnum sem gaf lögreglunni í Borgarnesi upp rangt nafn við yfirheyrslu. Hann kom hins vegar upp um sig með óvenjulegum hætti.
Maðurinn, sem var víst í annarlegu ástandi, hafði ekki skilríki meðferðis og gaf upp rangt nafn. Hann var hins vegar skreyttur með húðflúri m.a. á höndum og hálsi sem vakti aðdáun lögreglumanna.
Maðurinn uppveðraðist allur og bretti upp ermarnar til að sýna listilega gerð húðflúr á handleggjum. Síðan fletti hann upp peysu sinni framanverðri og sagði: "Síðan er ég með nafnið mitt tattúverað á magann." Reyndist það hins vegar ekki sama nafn og hann hafði gefið upp við fyrstu yfirheyrslu. Þar með var draumurinn búinn og sá grunaði bókaður undir réttu nafni og bíður dóms.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Spaugilegt | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.