Leita í fréttum mbl.is

Ekki að spyrja að heimsku afbrotamanna

Hún var ansi skondin útvarpsfrétt Gísla Einarssonar um daginn, af ökuníðingnum sem gaf lögreglunni í Borgarnesi upp rangt nafn við yfirheyrslu. Hann kom hins vegar upp um sig með óvenjulegum hætti.

 

Maðurinn, sem var víst í annarlegu ástandi, hafði ekki skilríki meðferðis og gaf upp rangt nafn. Hann var hins vegar skreyttur með húðflúri m.a. á höndum og hálsi sem vakti aðdáun lögreglumanna.

Maðurinn uppveðraðist allur og bretti upp ermarnar til að sýna listilega gerð húðflúr á handleggjum. Síðan fletti hann upp peysu sinni framanverðri og sagði: "Síðan er ég með nafnið mitt tattúverað á magann." Reyndist það hins vegar ekki sama nafn og hann hafði gefið upp við fyrstu yfirheyrslu. Þar með var draumurinn búinn og sá grunaði bókaður undir réttu nafni og bíður dóms. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband