8.1.2008 | 09:44
12% hækkun á einu bretti í 10/11?
Ég kom við í 10/11 í gær á leiðinni heim, því mig vantaði pakka af pylsubrauðum. Ég keypti einn hlut til viðbótar og fór svo að afgreiðslukassanum, en þar var enginn. Ég lagði vörurnar á afgreiðsluborðið og beið svo. Ekkert gerðist, enginn kom. Ég leit í kringum mig, horfði á hátt í 20 innkaupakörfur í stafla við kassann (en það voru 3 við dyrnar) og tvo innkaupavagna þar, en engan starfsmann. Þá fyrst sá ég að stúlkukind sem hafði setið inni á kontór silaðist á fætur og var alls ekkert að flýta sér að kassanum. Svo sagði hún mér að þetta sem ég keypti kostaði 448,- kr. og ég rétti henni 500 kall, fékk til baka og beið. Stúlkan var þá strax farin í burtu af kassanum, en hikaði og spurði mig svo (þaðan sem hún stóð) hvort það væri eitthvað fleira? Ég spurði hana á móti hvort það væri ekki vaninn að láta mann fá kassakvittun og hún jánkaði því, kom aftur á kassann og prentaði út kassakvittunina mína. Ég leit á hana og sá að pylsubrauðin, sem voru verðmerkt 159,- kr. í hillunni höfðu hækkað eftir nokkurra metra labb, í 178,- kr. Ég kallaði þá í stúlkuna og spurði hana hvað væri á seyði. Hún drattaðist til mín og ég fékk útskýringar um þessa óvæntu verðhækkun.
- Við erum sko að vinna í því að breyta verðmerkingum á hillunum, sagði hún.
- En þetta er verðmerkt hér á 159,- kr. og það er ólöglegt að hækka vöru frá hillu og að kassa, sagði ég.
- Já, en við erum ekki komin lengra í verðbreytingunum.
- En þið megið ekki hækka verð frá hillumerkingu, svaraði ég.
- Já, ég skal bara borga þér mismuninn, sagði stúlkan og gekk að kassanum. Nú gekk hún hratt.
- Ef ég hefði stungið pylsubrauðspakkanum inn á mig og þú séð það, hefðirðu þá ekki hringt á lögguna?
- Jú, svaraði hún hikandi.
- Á ég þá að hringja á lögguna núna og kæra ykkur fyrir þjófnað? spurði ég ásakandi.
- Ég biðst innilega afsökunar, sagði stúlkan. Ég skal borga þér mismuninn.
Á meðan hún var að tína til þessar 19 krónur sem munaði, benti ég henni enn fremur á það að ef þau svindluðu svona á 1.000 manns, væru þau komin með 19.000,- kr. í vasann af stolnu fé.
Það skal tekið fram að ég hringdi í Mylluna og spurði hvort umrædd 12% hækkun hafi komið frá þeim og skv. upplýsingum frá Pétri S. Sigurgeirssyni sölustjóra, hefur ekkert hækkað hjá þeim frá 1. nóvember og þá var hækkunin langt undir 12 prósentum.
Hvað er þá í gangi, Neytendastofa?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.