Leita í fréttum mbl.is

Taugaveikluð þjóð með sturlunareinkenni

Ég er ansi hræddur um að Bandaríkjamenn séu orðnir hryðjuverkum að bráð. Tilgangnum hefur verið náð. Að gera þjóðina taugaveiklaða með sturlunareinkenni, það er hluti af hryðjuverkaógninni - einmitt  pyttur sem Bandaríkjamenn sögðust ekki ætla að falla í. Ekki dytti öðrum siðmenntuðum þjóðum að koma svona fram við íslenska ríkisborgara, eða hvað?

Nei, Kaninn gerir þetta í skjóli eigin laga - tiltölulega nýlegra laga. Hann heldur að hann geti komist upp með að gera hvað sem er, bara í skjóli laga um ógn gegn hryðjuverkum. Fangelsin í Guantanamo og þau ógnarverk sem þar hafa verið framin, eru líka skýr dæmi um hvernig bandarísk stjórnvöld hafa vaðið áfram án laga, réttinda og samþykkis alþjóðasamfélagsins. Þannig hefur þeim tekist að drulla lengst upp á bak, (nánast upp á hnakka) á sama tíma og þau viðurkenna ekki stríðsdómstól sameinuðu þjóðanna, virða réttindi annarra að vettugi og þykjast svo ætla að rannsaka mál sinna borgara á sínum grundvelli.

Halló?!? Er ekki eitthvað að?

Auðvitað gat konugreyið átt von á því að verða snúið til baka, þar sem hún hafði brotið lög, en að koma fram við hana eins og ótýndan hryðjuverkamann, handjárna, hlekkja og brjóta niður, halda henni án matar svo klukkustundum skiptir og færa svo í hlekkjum í flugvélina, í fylgd vopnaðra kóna, það er einum og langt gengið.

Ég er ánægður að utanríkisráðherra skuli hafa kallað sendiherrann á teppið. 


mbl.is Mál Erlu til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Já, það er eitthvað alvarlegt að hjá þeim þarna í USA!

Kanar eru venjulega kurteisir á heimavelli en það hleypur í þá einhver djöfull þegar þeir komast í einkennisbúning.

Vilhelmina af Ugglas, 13.12.2007 kl. 20:02

2 identicon

Þetta sýnir bara og sannar að Bandaríkin eru ekkert annað en sóðalegt lögregluríki þar sem mannréttindi mega sín lítils gegn ofurvaldi þessa hættulega ríkis. Þeir eru búnir að mála sig út í horn í öllum alþjóðanefndum og eru litnir hornauga hvar sem er. Meðferð þeirra á fólki sem þeir kalla hryðjuverkamenn er þeim til skammar. Þeir hafa haldið án dóms og laga mörg hundruð mans í mörg ár. Þeir flytja fanga án dóms og laga milli heimsálfa þangað sem hægt er að pynta þá. Þeir hafa verið staðnir af því að taka þýskan ríkisborgara af götu í þýskri borg og fljúga með hann til Afghanistan þar sem hann var pyntaður í marga mánuði. Þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að biðja hann afsökunar heldur létu hann alls lausan úti á götu um 1000 km frá þeim stað þar sem honum var rænt. Þetta sýnir og sannar að Bandaríkjamenn líta á sig eins og Rómverjar gerðu hér áður fyrr. Allir aðir en þeir eru hreinir barbarar í þeirra augum og í lagi að fara með þá hvernig sem þurfa þykir til að tryggja öryggi þessarra guðsvoluðu hamborgararassa þarna fyrir vestan. Ekki langar mig til að ferðast til þessa ömurlega ríkis þar sem mannréttindi eru fótum troðin á hverjum degi.

Þorvaldur V. Þórsson (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 21:26

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Taugaveikluð þjóð með sturlunareinkenni...Já við erum oft sturluð og vöðum áfram á frekjunni með bundið fyrir augun... Íslendingar vilja fara eftir eigin lögum í annara landi...Hvernig væri að virða annaraþjóða siði og lög þegar við Reysum?

Hvað með okkur Íslendinga? Viljum við fara að lögum annara trúarsiða eða okkar lögum sem sett hafa verið á Alþingi?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 13.12.2007 kl. 22:21

4 Smámynd: Alfreð Símonarson

Guðrún -> Það að virða annara þjóða siði er almenn kurteisi, henni Erlu var ekki sýnd almenn kurteisi, og hvernig getur þú líkt þessari meðferð við siði. Ekki vilt þú að sama fólk væri að reyna að siða börnin þín?  Lögin sem Alþingi hafa sett undanfarin ár eru jafn íslensk og þýddar fréttir frá Rupert Murdoc í ríkismiðlunum.

Alfreð Símonarson, 13.12.2007 kl. 23:06

5 Smámynd: Gunnar Kr.

Guðrún mín, það flokkast hvorki undir siði né trú í Bandaríkjunum að handjárna fólk, meina því um mat í 14 tíma og fara illa með það. Þeir hefðu (eins og þeir hafa víst gert í svipuðum tilfellum) aðeins átt að senda hana aftur heim með sömu vél. Punktur og basta. Það er ekkert sem réttlætti þessa illu meðferð. Þess vegna er þetta komið á borð utanríkisráðherra Íslands, gáðu að því!

Gunnar Kr., 14.12.2007 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband