26.9.2007 | 18:57
Hún er komin út: ORÐABRELLUR - 150 nýjar og stórskemmtilegar orðagátur
Hún er komin út, bókin ORÐABRELLUR, en hún inniheldur 150 nýjar orðagátur í bundnu máli, sem ég setti saman í apríl og maí í vor.
Á kápu bókarinnar stendur:
ORÐABRELLUR
150 nýjar og stórskemmtilegar orðagátur er á margan hátt einstök bók. Bráðsnjallar flrautirnar fá okkur til þess að gefa íslenskri tungu betri gaum en ella, spá og spekúlera í merkingu orða og orðasambanda og beita hugmyndaflugi og kímni við lausn fleirra.
Orðagátur eru myndagátur tungunnar. Það er skemmtileg heilaíþrótt að fást við að leysa slíkar gátur og Orðabrellur Gunnars Kr. gefa okkur tækifæri á að takast á við þessa skemmtilegu og gömlu hefð. Þær henta öllum, jafnt ungum sem öldnum, segir Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri.
Orðabrellur Gunnars Kristins Sigurjónssonar eru kærkomin viðbót við þennan aldagamla menningararf okkar. Þær eru þjóðlegar og hefðbundnar að forminu til en efnið er úr daglegu lífi nútímamannsins. Arfurinn úreldist ekki, hann gengur í endurnýjun lífdaga, segir Davíð Þór Jónsson, þýðandi og skáld.Orða- og vísnagátuhefðin er ótrúlega sterk með þjóðinni og er eitt vanmetnasta sérkenni íslenzkrar menningar. Gunnar Kristinn bætir hér af mikilli íþrótt í þann sjóð með vísum sem öll fjölskyldan mun skemmta sér við að leysa. Með hinum orðunum: Þetta er flott stöff.
Karl Th. Birgisson, stjórnandi fláttarins Orð skulu standa á Rás1.ORÐABRELLUR
150 nýjar og stórskemmtilegar orðagátur
Bók sem hentar bæi til notkunar í einrúmi
og þar sem fleiri eru saman komnir.
Hún ætti því að vera til á hverju heimili.
Það er Bókaútgáfan HÓLAR sem gefur bókina út og hún fæst í öllum betri bókaverslunum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
Athugasemdir
Til hamingju
Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.9.2007 kl. 00:02
Jamm, til hamingju með útgáfuna.
Sigurjón, 1.10.2007 kl. 01:50
Takk, takk! Þá er bara að vona að einhver nenni að kaupa bókina.
Gunnar Kr., 1.10.2007 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.