12.9.2007 | 15:18
Aldrei að stóla á svikara!
Þeim var í raun nær, Símamönnum að kalla til einn helsta svikara mannkynssögunnar til að hjálpa sér við að gera auglýsingu. Það mátti svo sem stóla á að hann myndi líka svíkja Símann og versla við keppinautinn.
Þetta minnir mig á nokkuð sem gerðist fyrir fjölda ára síðan. Einn vinur minn var annálaður Alþýðubandalagsmaður og var svo vinstrisinnaður að hann átti erfitt með að taka hægri beygjur á bílnum sínum. Svo er það einhverju sinni að hann sést, syngjandi og spilandi á gítar, á flokkssamkomu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Þegar hann var inntur eftir þessu, svaraði hann: Að sjálfsögðu! Þó það nú væri, að maður gæti ekki haft pening af þessu liði! Þá kom hann á samkomu D-listans og rukkaði fullt fyrir. En á samkomu G-listans, var hægt að kalla á hann til að syngja og spila, með stuttum fyrirvara... ókeypis!
![]() |
Merki Vodafone sást í Símaauglýsingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 40451
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.