Leita í fréttum mbl.is

Eins og að syngja bara um Breiðholtið á Reykjavíkurhátíð

Sem borinn og barnfæddur Njarðvíkingur, finn ég hjá mér þörf að tjá mig um nýja Ljósanæturlagið. Að syngja bara um Keflavík er ekki ásættanlegt, þar sem Reykjanesbær heldur þessa hátíð. Á þá að syngja um Njarðvík næsta ár og Hafnir 2009?

Mér finnst þetta ámót því að haldin væri Reykjavíkurhátíð, þar sem valið yrði lag þar sem bara er sungið um Breiðholtið. En... mér finnst ekki rétt hjá fjölmiðlum að ráðast alltaf á Jóa Helga, þótt hann hafi samið lagið. Það er Ljósanæturnefndin sem á að svara fyrir.

Annars er lagið ljómandi fínt, eins og langflest lög Jóa, þótt mér finnist hann hafa farið langt fram úr sjálfum sér þegar hann samdi lagið við Söknuð Vilhjálms Hólmars Vilhjálmssonar. Það er tær snilld og verður erfitt að toppa.


mbl.is Ljósanótt hafin í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

En það var nú líka svo vel sungið af honum frænda!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.9.2007 kl. 18:04

2 Smámynd: Gunnar Kr.

Já frábærlega – og svo átti hann líka ljóðið, sem er meistaraverk.

Gunnar Kr., 2.9.2007 kl. 00:48

3 Smámynd: Sigurjón

Áfram Njarðvík!

Annars tek ég undir að Söknuður er snilld frá A til Ö; bæði lagið og textinn. 

Sigurjón, 2.9.2007 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband