Leita í fréttum mbl.is

Eymingja Stuðmenn... Hverjir eru þeir annars?

Mér finnst fólk hafa farið heldur geyst að berja á Stuðmönnum undanfarið. Ekki dytti mönnum til hugar að skamma Kristján Davíðsson listmálara fyrir að mála ljóta mynd og heimta að hann máli hana eins og maður vill sjálfur. Stuðmenn eru listamenn sem túlka e.t.v. ekki alltaf tónlist sína eins, og þá verður bara að hafa það, ekki satt?
Þeir eru líka Stuð-menn og mega þess vegna stuða fólk, eins og þeir hafa alltaf gert. Upphaflega komu þeir fram undir fölskum nöfnum og með stórar grímur sem huldu höfuð þeirra. Var kvartað þá? Nei, fólk spuguleraði, en enginn kvartaði. Annars finnst mér ansi skondið nú orðið, að það þarf alltaf að taka fram að þeir spili lögin sín í gömlu útsetningunum.
Ég vildi öllu heldur velta fyrir mér spurningunni: Hverjir eru Stuðmenn? Ég fór á tónleika þeirra í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og þá var Guðmundur Pétursson á gítar (snilldar gítarleikari) en ég átti von á Þórði Árnasyni. Einhver sagði líka að Ásgeir hefði ekki verið trymbillinn í garðinum, en ég sá trymbilinn aldrei, þar sem ég stóð. Á vefsíðu Stuðmanna stendur að Hildur Vala sé í Stuðmönnum. Stundum er Valgeir kynntur sem hluti Stuðmanna, en stundum er hann gestur. Eyþór Gunnarsson hefur lengi verið titlaður Stuðmaður, en ég spyr... hverjir eru Stuðmenn í dag? Er þetta eins og hamarinn, sem er 30 ára, en samt hefur verið skipt þrisvar um haus og fimm sinnum um skaft? Það geta nú flestir verið sammála um að Stuðmenn eru fantagóð hljómsveit, það vitum við sem sáum þá í Royal Albert Hall, en þeir mættu nú alveg uppfæra vefsíðuna sína og upplýsa okkur um... Hverjir eru Stuðmenn í dag?
mbl.is 20 ára afmæli Mosfellsbæjar fagnað á tónleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Ég veit ekki hverjir eru í hljómsveitinni í dag, en mér finnst að gömlu lögin þeirra (frá 8. áratugnum og snemma á þeim 9.) vera betri en þau sem þeir hafa samið og flutt nýlega.  Það er svosem bara mitt álit og ekkert heilagt við það.  Hins vegar er þetta góður punktur að þetta eru listamenn sem eru ekki fastir í einhverju formi.  Þeir eru ekki að spila lög bara til að falla í kramið.  Það eru nokkrir hins vegar að gera, eins og sannazt á fjöldaframleiddu fjaðurvigtarpoppi vestan frá B.N.A.

Sigurjón, 24.8.2007 kl. 00:58

2 Smámynd: Sigurjón

,,Séu betri" átti þetta að vera...

Sigurjón, 24.8.2007 kl. 00:59

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég er sammála þér Gunni frændi en ég er líka sammála Sigga frænda um það að gömlu lögin blífa. Hvað sem segja má um Valgeir er það hreinlega staðreynd að hann var stuðiði í Stuðmönnum. Mér finnst fá skemmtileg lög hafa komið frá þeim síðan hann hætti.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.8.2007 kl. 01:30

4 Smámynd: Sigurjón

Já og Valgeir er líka afbragðs textasmiður.

Sigurjón, 24.8.2007 kl. 14:45

5 Smámynd: Gunnar Kr.

Hva... Stína frænka! Komin ný mynd? Til hamingju... ég þurfti að tvískoða myndina til að sjá hver þetta væri.

Gunnar Kr., 25.8.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband