Færsluflokkur: Menning og listir
27.4.2008 | 03:43
Lottólimra
Vá! Þú færð vinninga stóra,
ef valdirðu 24.
Og 6-ið kom þá
síðan 23
hálfan 42 og svo 4.
Þrír með allar tölur réttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2008 | 18:04
Vísa
Hugarafl fólkið nú færði allt saman
og fylltur var kaffibrúsi.
Allir svo höfðu það gott og gaman,
á geðveiku kaffihúsi.
Geðveikt kaffihús hjá Hugarafli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2008 | 16:25
Limra
Nú er ég langþreyttur neytandi,
því Nóatún alltaf er breytandi,
verði á kassa,
það virðist ei passa,
við hilluverð, þetta er þreytandi.
15.4.2008 | 00:53
Limra
Hann Ólafur áleit til bölvunar,
allskonar vandræði tölvunnar,
sem fimm sinnum fraus
og fjandinn varð laus,
sem varð síðan ástæða ölvunar.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2008 | 19:25
Limra
Thor fór í eldhúsið - til að nokk,
tómatasalati að skila kokk.
En kom svo til baka,
frá kokknum með svaka
flottan og spánýan spilastokk.
Menning og listir | Breytt 13.4.2008 kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2008 | 05:10
Limra
Nú tek ég það rólega í Thailandi,
hvar tóbak fólk er ekki svælandi.
Því bannað að reykja
og rettum í kveikja,
er kaupir þér drykk, soldið kælandi.
Það er semsagt búið að banna reykingar á öllum veitingastöðum og börum í landinu. Nú er þriggja mánaða aðlögunartími, en að honum loknum verður hægt að sekta þá sem reykja um 4.000 kr. og staði, sem leyfa reykingar óátalið, um 40.000 kr.
16.2.2008 | 15:03
Er hann maur? Listamaur?
Hirst, er víst glaðlegur gaur,
góður og langt frá því staur...
Gaf milljónir dala,
sem margir um tala,
en ég viss' ekk' hann vær' einhver maur.
Milljónir dala söfnuðust á góðgerðauppboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2008 | 11:05
Limrur
Brjáluð af reiði varð brúðurin,
er birtist einn helvítis trúðurinn.
Hún tók hann á taugum,
með trylling í augum
og barði hann beint á lúðurinn.
Eins og Páll löngu mér lofaði,
er létti í hans kolli og rofaði.
(Skelfileg glíma,
er glíman að ríma.)
En hann svaf ekki neitt, heldur sofaði.
Um lækniskraft lyfja hann efaðist,
Lárus, er dóttir hans kvefaðist.
En keypti samt eðal-
kvefpestarmeðal
og hóstinn víst samstundis sefaðist.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2008 | 14:33
Limra
Vinur minn, Vilhjálmur Jósafat
veitingamaður, hjá Rósa sat:
"Paprikupasta,
já punktur og basta,
ég dýrka - og allskonar dósamat."
6.2.2008 | 11:23
Limra
Það var eitt sinn háttsettur hr.
sem hamslaust var nebbann að þr.
Hann úðaði í nefið,
mjög alvörugefið,
en hélt síðan áfram að hnr.
Menning og listir | Breytt 7.2.2008 kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 40330
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál