Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
25.1.2009 | 16:50
Fjármálaeftirlitsferskeytla
Loksins liðið fjúka fær,
fólk sem átti að gæta
auranna, samt oftastnær,
aldrei skein þar glæta.
Jónas hættir 1. mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2008 | 16:08
Fékk þetta sent nú áðan - grátbroslegur sannleikur
Gæinn sem geymir eyrinn minn
Ég finn það gegnum netið
að ég kemst ekki inn
á bankareikninginn,
en ég veit að það er gæi
sem geymir eyrinn minn,
sem gætir alls míns fjár,
og er svo fjandi klár,
kann fjármál upp á hár,
býður hæstu vextina,
og jólagjöf hvert ár.
Ég veit hann axlar ábyrgð,
en vælir ekki neitt,
fær þess vegna vel greitt,
hendur hans svo hvítþvegnar
og hárið aftursleikt.
Þó segi' í blöðunum
frá bankagjaldþrotum
hann fullvissar mig um:
Það er engin áhætta
í markaðssjóðunum.
Ég veit að þessi gæi
er vel að sér og vís;
í skattaparadís
á hann eflaust fúlgur fjár,
ef hann kemst á hálan ís.
Því oftast er það sá,
sem minnstan pening á,
sem skuldin endar hjá. *
Fáir slökkva eldana,
sem fyrstir kveikja þá.
Finnur Vilhjálmsson.
14.11.2008 | 00:44
Limra Gunnars Páls
Guð hjálpi Gunnari Páli,
sem glímir í baráttumáli.
Því Virðing og Réttlæti,
virðast fá nett læti,
einhver vill brenn'ann á báli.
VR flýtir stjórnarkjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2008 | 17:18
Bakaríissektarlimra
Nú bakarar vandræði baka
og býsnin öll vinna til saka.
En nú fá þeir sektir
og neytendur hvekktir,
samt þurfa á verði að vaka.
Bakarí sektuð vegna óviðunandi verðmerkinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2008 | 18:48
Já, fleiri en veðurfræðingar hafa áhyggjur af haustinu!
Ætli færi ekki betur á því að segja:
Áhyggjur af ferðamannastraumnum í haust?
Ég held að haustið hafi ekkert með þetta að gera. Það kemur bara þegar það kemur, hvað sem flugumferðarstjórar gera eða hvort sem olíuverð og gengið breytast.
Áhyggjur af haustinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2008 | 14:09
Fiskbúðarlimra
Já, þeir keyptu upp gamlar, góðar og ódýrar fiskbúðir.
Breyttu innréttingum, opnuðu undir merkjum Fiskisögu, með nýju starfsfólki.
Soðningin hækkaði í sumum tilfellum á nokkrum mánuðum um nærri 50%
Auðvitað láta neytendur ekki bjóða sér svona verðhækkun, sem endar með því að fiskneysla minnkar ...
Sem dæmi má nefna að ný ýsa með roði kostar 980,- kr. í Fiskbúðinni Hófgerði og 990,- kr. í Hafinu-Fiskiprinsinum í Hlíðasmára en hún kostar 1.090,- í Fiskisögu.
Já, það munar yfir 100,- kr. á kílóinu ... 10% bara á þessu.
Ég hugsa til horfinna daga,
er höndlaði ei Fiskisaga.
En á broti úr degi,
þeir boluðu úr vegi,
fiskbúðum - fólki til baga.
Flestir starfsmenn Fiskisögu endurráðnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2008 | 11:19
Nóatún svindlar á neytendum
Um daginn vantaði mig m.a. dós af grænum baunum og gulrótum. Ég fór í Nóatún í Hamraborg og sá einmitt það sem mig vantaði. Bonduelle-dósirnar með áðurnefndu innihaldi voru meira að segja með 20% afslætti á kassa, en þær voru verðmerktar á 139,- kr. 20% afsláttur, frábært! Ég tók meira að segja tvær dósir, aðra til að geyma til seinni tíma.
En þá varð mér litið á næstu hillu fyrir ofan. Þar voru nákvæmlega eins dósir, sama innihald, sami framleiðandi, en engin afsláttarmiði. En þar kostuðu dósirnar 129,- kr. skv. hillumerkingu.
Með öðrum orðum, þá eru dósirnar hækkaðar upp um 10 krónur, til að geta gefið meiri afslátt og blekkja fólk. Þetta er svo siðlaust hjá forsvarsmönnum Nóatúns að það hálfa væri nóg!
Fyrir nokkrum árum sá ég í sömu verslun, verðmerkingu á bökuðum baunum frá Heinz. Dósin kostaði 29,- krónur, en svo var líka hægt að kaupa fjórar í pakkningu, undir slagorðinu: Sparaðu! Pakkningin kostaði aftur á móti 120,- krónur, fjórum krónum meira en að kaupa fjórar dósir í lausu. Svona eru neytendur plataðir endalaust. Það er líka öruggara að fylgjast vel með því að verðmerkingar á hillu séu ekki lægri en kassaverðið. Allt of oft kemur fyrir að muni á þessu tvennu, hæsti munur sem ég man eftir á einstakri vörku, er kattasandur sem var verðmerktur 450,- kr. í hillu, en átti svo að svína upp í 995,- á kassanum. Ég sagði nei takk og fékk leiðréttingu, en get ímyndað mér að fullt af fólki hafi ekki veitt þessu athygli.
Verum á verði í Nóatúni og reyndar alls staðar þar sem við verslum!
Viðskipti og fjármál | Breytt 9.4.2008 kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál