Færsluflokkur: Spaugilegt
16.2.2009 | 11:53
Skondnar myndir #7 - Hitt og þetta
4.2.2009 | 18:51
Skondnar myndir #6 - Eyjan St. Maarten
Þetta er á eyjunni St. Maarten í Karabíska hafinu. Þar er óþægilega stutt á milli flugvallarins og baðstrandarinnar.
2.2.2009 | 12:02
Skondnar myndir #3 - Málaðar hendur
30.1.2009 | 18:47
Skondin mynd #1 Risaheyrnartól
12.1.2009 | 17:07
Hugrúnarlimra
Er Hugrún var komin í hundana
og hætti í ræktinn' að stundana.
Fór að úð' í sig mat,
bara eins og hún gat.
Og á Aski svo ættingjar fund'ana.
8.1.2009 | 00:32
Áramótalimra
Enn eru liðin hér áramót,
með æðislegt rakettukláradót.
Og um Íslandið allt,
er allsekki kalt
og það er sko þokkaleg sárabót.
6.12.2008 | 14:30
Baldur Brjánsson og Laddi saman úti á Spáni
Úr bókinni TÖFRUM LÍKAST - Saga Baldurs Brjánssonar töframanns
Snemma á tíunda áratugnum fóru Baldur Brjánsson og Laddi í fjölmargar ferðir á vegum Samvinnuferða/Landsýnar til Cala dOr á Mallorca til að skemmta Íslendingunum.
Þetta var ofboðslega skemmtilegur tími, rifjar Laddi upp. Eins og áður þurftum við ekki að sinna okkar vinnu fyrr en seinni partinn, svo við nutum þess að spila golf og vorum yfirleitt komnir út á völl snemma á morgnana. Þótt Baldur sé nú ekki mikill morgunhani, þá lét hann sig hafa það þarna.
Svo var það einn morguninn að við vorum eitthvað að flýta okkur út á golfvöllinn, tókum ókeypis skutlu frá hótelinu og út á völl, eins og alltaf. Svo þegar við komum þangað, áttuðum við okkur á því að við höfðum báðir gleymt öllum peningunum heima á hóteli. Ekki bara annar okkar, heldur báðir sama daginn. Alveg ótrúlegir saman, félagarnir. Jæja, með því að tína saman smámynt úr öllum vösum og golfpokunum, gátum við rétt skrapað fyrir vallargjaldinu, en gátum ekki leigt okkur golfbíl, eins og við gerðum annars alltaf.
Við ákváðum, frekar en að eyða meira en klukkutíma í að fara aftur heim á hótel með skutlunni til að ná í peninga og svo aftur til baka út á völl, að það væri lítið mál fyrir okkur, bráðunga mennina, að labba bara í þetta sinn. Með það lögðum við sprækir af stað.
En þetta var nýr völlur, einhver svakaleg framúrstefnuleg hönnun, og ekkert nema hólar og gil, upp og niður, fram og til baka. Svo var sólin komin hátt á loft og tekið að hitna ískyggilega mikið. Við áttum ekki peseta með gati til að kaupa okkur vatn, svo við vorum orðnir ansi framlágir þegar við komum að áttundu brautinni. Ekki einu sinni hálfnaðir með völlinn.
Á áttundu braut hafði verið útbúinn lítill andapollur, þar sem nokkrar spænskar endur syntu um í ró og spekt. Ég umbreyttist gjörsamlega, varð bara eins og teiknimyndakarlinn í eyðimörkinni, sem sér hillingar. Svo ég grýtti frá mér golfsettinu og hljóp gargandi að andapollinum og hrópaði í sífellu: Vatn! Vatn! Vatn!
Það varð uppi fjöður og fit á pollinum, endurnar forðuðu sér gargandi upp úr hinum megin, en ég sá ekkert nema kalt og svalandi vatnið. Svo þegar ég kom að pollinum þá henti ég mér niður við brúnina og dýfði sjóðandi heitum hausnum ofan í vatnið til að kæla mig og jós því svo yfir mig eins og ég gat.
Þá tók ég eftir því að Baldur trylltist alveg af hlátri. Ég skildi ekkert í því af hverju hann hló svona mikið og á endanum gat hann ekki staðið í lappirnar og leið nánast máttlaus niður á grasflötina.
Hvað? spurði ég í sakleysi mínu. Af hverju ertu að hlæja svona? Hvað er svona fyndið?
En hann kom ekki upp einu einasta orði, heldur benti bara á mig og tók svo í hárið á sér eins og hann væri að taka eitthvað úr því og benti svo aftur á mig, gargandi af hlátri.
Þá leit ég niður á hvítu golfskyrtuna mína og sá að hún var útötuð í andaskít. Ég renndi fingrunum í gegnum hárið og það voru andaskítskleprar í því öllu, framan í mér og nánast á öllum skrokknum. Í sömu andrá gerði ég mér grein fyrir því að ég lyktaði ekkert sérlega vel, sérstaklega þar sem sólin var byrjuð að þerra mig. Það var nánast eins og ég hefði verið í leirbaði, löðrandi í andaskít sem harðnaði hraðar en ég kærði mig um. Ég reyndi að skola það mesta af mér, með því að róta sem minnst upp af botninum, en það gekk ekkert of vel.
Ég varð svo að sitja einn aftast í skutlunni á leiðinni heim á hótel, því ég lyktaði eins og ég hefði kúkað á mig og leit út eins og gamall útigangsmaður sem hafði ekki komist í bað í nokkur ár.
Þetta er líka eitt af mörgu sem Baldur er enn að stríða mér á, rétt eins og þetta hefði gerst í síðustu viku.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál