23.5.2008 | 18:46
Kallast þetta ekki frekar „heppni“?
Þetta er dæmigert yfirsópsorðalag opinberra aðila að telja það góða reynslu af niðurskurði lækna um borð í skjúkraflutningabifreiðum. Ég myndi frekar kalla þetta heppni, jafnvel hundaeppni, því sem betur fer hefur ekki orðið dauðsfall sem hægt er að rekja til niðurskurðarins, en í fréttatilkynningunni er beinlínis látið líta út sem þetta hafi verið góð breyting. Nei, öðru nær! Heppni og ekkert annað!
Góð reynsla af breytingum á sjúkraflutningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
Athugasemdir
Bölvuð della er þetta í þér nafni. Það voru hagsmunaaðilar sem kvörtuðu yfir þessu í upphafi og greiningarsvið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er ekki málpípa opinberra aðila, heldur fagleg úttekt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.5.2008 kl. 22:49
Einhverra hluta vegna hefur þetta fyrirkomulag verið í gildi hér í Danmörku í áraraðir, þar eru annars vegar sjúkraflutningamenn sem eru á sjúkrabílum og hinsvegar læknar, sem koma á sér bílum (báðir aðilar með blá ljós ! )
Afhverju í ósköpunum ætti þetta fyrirkomulag ekki að vera nákvæmlega jafngott, og það sem var.
Fyrir utan það að menntun sjúkraflutningamanna er alltaf að breytast, nú er ekki eingöngu nóg að hafa bílpróf til að fara í þennan bransa.
Þó svo að þeir séu ekki með nærri því jafn víðtæka þekkingu og læknar, þá geta þeir "reddað" ótrúlegustu hlutum, þó svo að þeir taki ekki heilaskurð útá götu !
Ingólfur Þór Guðmundsson, 24.5.2008 kl. 12:41
Málið snýst um að þið lesið það sem ég skrifaði, áður en þið missið ykkur á blogginu. Þið kunnið vonandi að lesa? Það sem ég gagnrýndi var orðalag fréttarinnar, að kalla það „góða reynslu“ að enginn hafi dáið.
Hitt er svo annað mál, að kanna slíkt eftir aðeins 3 mánaða tímabil, er alls ekki fagleg úttekt heldur ómarktæk. En eftir stendur: Orðalag upphaflegu fréttarinnar er klaufalegt „yfirsópsorðalag“ og ég stend við það!
Gunnar Kr., 25.5.2008 kl. 01:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.