Leita í fréttum mbl.is

Eins gott að Ólafur F. verði ekki lasinn...

Ég var að velta því fyrir mér í kvöld hvað myndi gerast ef Ólafur F. yrði nú lasinn og Margrét Sverrisdóttir tæki sætið í forföllum hans. Jú, þá myndi meirihlutinn falla og yrði að minnihluta, og minnihlutinn yrði að meirihluta. Svo þegar Ólafur F. hresstist og kæmi aftur til starfa, þá myndi minnihlutinn aftur verða að meirihluta og meirihlutinn breyttist sjálfkrafa í minnihluta.

Þetta er svo grátbroslegt að það minnir á manninn sem sagði, þegar hann var spurður hvernig hann hefði það: -Jú, eins og ég er þegar ég er skárri, þá held ég að sé sé skárri þegar ég er verri!

Það er best fyrir Ólaf að verða ekki veikur,
með verki, hita, ógleði og spýju.
Því minnihlutinn myndi keikur,
meirihluti verða að nýju.


mbl.is Ólafur og Vilhjálmur stýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er nú meiri endaleysan

Hólmdís Hjartardóttir, 22.1.2008 kl. 02:10

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ef hann sleppir því að kalla til varafulltrúann þá sleppur þetta.  Þá enda atkvæðagreiðslur á jöfnu.  Þeir bara gæta þess að það verði engar mikilvægar atkvæðagreiðslur þegar hann verður í burtu.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 22.1.2008 kl. 02:16

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það var nú talað um það í dag bara ef hann fer á klósettið gæti meirihlutinn fallið, maðurinn verður að vera viðstaddur alltaf

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.1.2008 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband