2.1.2008 | 02:49
Ágætis áramót og fínt skaup
Þetta voru róleg og fín áramót hjá mér að þessu sinni. Yngri synirnir tveir, sem alla jafnan eru hjá mér, fóru til mömmu sinnar sem býr í Frakklandi, 27. desember og mér var boðið í mat og fínerí til vina í Sólheimunum þetta gamlárskvöldið.
Ég var nokkuð sáttur við skaupið, en það hefði getað verið betra... miklu betra. Ástæðan er sú að hóað var í nokkra mektarmenn í þjóðfélaginu, til að leika í stuttu atriði skaupsins. Við mættum kvöld nokkurt í lok október upp í Grafarholt, til að leika mektarmenn þjóðarinnar þegar kveikt var á friðarsúlu Yoko Ono. En það var rok og það var rigning, svo allar tökur höfðu dregist nokkuð. Við þurftum að bíða heillengi og svo kom að því að ung og hress kona vatt sér að okkur til að skrifa niður nöfn okkar félaganna og leiðbeina okkur í stórleiknum. Það var hún Garún.
Við vorum: Bernhard Jóhannesson, Björn Finnsson, Guðlaugur Kristjánsson, Gunnar Kr. Sigurjónsson, Jón Víðis Jakobsson, Konráð Konráðsson, Óskar Guðjónsson og Snæbjörn Ólafsson. Við vorum allir í sparifötum og með bindi og áttum að vera afskaplega virðulegir. Garún sagði okkur að hún yrði að læra nöfn okkar allra... og það gerði hún með því að skrifa nöfnin niður og þar með vissi hún hvað hver hét, án þess að kíkja á blaðið. Merkileg kona! Hún sagði okkur líka að hún væri kölluð Garún, af því að í hennar fjölskyldu hétu svo margir sama nafninu, fjórar Guðrúnar og þrír sem heita William Thomas Möller, svo hún hefði tekið sér þetta sérstaka gælunafn til aðgreiningar. (Við Jón hittum hana svo tveimur dögum síðar og þá heilsaði hún okkur: "Halló Gunnar, halló Jón!"
Jæja, við fórum svo út í rigninguna og rokið og áttum að standa í hnappi og horfa á stóran ljóskastara sem lýsti okkur upp í myrkrinu. Við lékum hlutverk okkar af stakri prýði, en okkur fannst Ragnar Bragason helst til oft segja sömu setninguna: "Þetta var fínt, tökum þetta aftur!" Eftir að við vorum allir búnir að tapa tölu á tökufjöldanum, átti að taka nokkrar nærmyndir í þetta atriði. En um leið og Ragnar kallaði: "Tilbúin!", datt stóri kastarinn um koll og við stóðum þarna öll í svarta myrkri. Þá var komið með annan kastara og tökurnar kláraðar og svo kom hin fróma setning leikstjórans: "Þetta var fínt! Þetta er Rapp!" Við hinir undruðum okkur á hvar Ripp og Rupp voru, en þetta þýddi víst að hann væri kominn með öll sjónarhorn í tökum og við máttum fara heim, hundblautir og gegnkaldir hátt í 3 tímum seinna.
Svo kom gamlárskvöld og það er skemmst frá að segja að þetta frábæra atriði var klippt út úr skaupinu, en nöfnin okkar voru samt með í listanum sem rúllaði yfir sjónvarpsskjáinn í lok þess. Við vorum að gera því skóna að ástæðan hefði verið bleytan og rokið, því leikurinn var á Óskars-mælikvarða. Þetta var því ágætt skaup, en hefði getað verið svo miklu betra!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
- Dæmdur fyrir kynferðislegt nudd á stjúpdóttur
- Viðræður í Karphúsinu ganga misvel
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
- Svona verður verkfall lækna á Akureyri
- Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn systur sinni
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
Athugasemdir
Æ æ. Það hefði nú verið gaman að sjá þig í Skaupinu. Óska þér annars gleðilegs nýs árs.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.1.2008 kl. 04:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.