Leita í fréttum mbl.is

Sveik hann út þetta mikinn mat, eða er DJÖSTÍT svona dýr þjónusta?

Maður veltir því ósjálfrátt fyrir sér, hvort manninum hafi tekist að svíkja út matarskammta svona oft... eða hvort þjónustan sé svona hræðilega dýr að eftir nokkur skipti er reikningurinn kominn upp í 126.000 kall? Ég hef aldrei pantað hjá þessari "djöstít"-þjónustu, enda virðist hún vera ætluð útlendingum sem staddir eru á Íslandi. "Djöstít" væri varla kallað þessu nafni ef þjónustan væri ætluð Íslendingum. Þá væri þetta: "Heimsending punktur iss" eða "Matinn heim punktur iss" eða bara "Matur piss"!

Æ, nei, er ekki bara betra að malla matinn sinn sjálfur heima í eldhúsi? 


mbl.is Sveik út skyndibita fyrir 126 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

126 þúsund krónur deilt með 28 skiptum = 4500 krónur í hvert skipti að meðaltali ....

Þórunn (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 20:35

2 identicon

átti nú heima í dk og þar var þessi síða justeat.dk og að mínu mati er hún algjör snilld. Þetta er ss keðja svipað og pizza hut og Mcdonalds og því er hægara sagt en gert að heimfæra nafnið yfir á íslensku.

Kolli (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 21:02

3 Smámynd: Gunnar Kr.

So I guess in other words, that Kolli just wants us to stop using Icelandic and convert to using the English language instead? I don't think we should.

Gunnar Kr., 13.12.2007 kl. 21:41

4 Smámynd: Einar Örn Guðmundsson

Ég sé hvergi að hann sé að segja það.

Hann er að tala um að þar sem þetta sé keðja þá er hægara sagt en gert að þýða nafnið.

Ekkert ósvipað því og ef þýða ætti McDonalds, KFC, Subway og Burger King?

Einar Örn Guðmundsson, 13.12.2007 kl. 22:11

5 Smámynd: Gunnar Kr.

Það er ekkert sem neyðir ensk fyrirtækjanöfn á okkur og í mörgum löndum eru notuð þarlend nöfn á fyrirtæki. McDonalds heitir t.d. Lyst ehf. í þjóðskrá, en það er líka fullt af alíslenskum fyrirtækjum sem hafa fengið enska nafngift, bara af því að einhverjum finnst það flottara. Hvað með vefsíðuna "job.is"? Er hún ekki ætluð Íslendingum? Við þurfum bara að vara okkur að missa ekki málið. Ísinn er farinn að þynnast nú þegar...

Gunnar Kr., 14.12.2007 kl. 00:07

6 Smámynd: Einar Örn Guðmundsson

Ég tek undir það.

Einar Örn Guðmundsson, 14.12.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband