Leita í fréttum mbl.is

Ágúst Ólafur vill tvítyngda stjórnsýslu

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður, vill tvítyngda stjórnsýslu og sagði áðan í útvarpinu:  „Við ættum einnig að huga að tvítyngdri stjórnsýslu, á íslensku og ensku.“ Um daginn lýsti hann einnig skoðun sinni að vilja lækka áfengisverð til muna og fá áfengi selt í matvöruverslunum.

Ágústs-pera-Ólafs skín,
með undurskrýtna lensku.
Hann vill kaupa kláravín,
í KEA – helst á ensku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Sé þú hefur erft bragen afa þíns. Mér finnst skömm af þessu fólki sem setur fram í alvöru tillögur um innleiðingu enskunnar í samfélagið. Held stundum að þetta fólk viti ekki allt hvaða það er að vera tvítyngdur. Ef þessir karlar væru almennilega tvítyngdir gætu þeir nefnilega sinnt sinni vinnu á íslensku þegar þeir eiga við Íslendinga en á ensku þegar þeir eiga við aðra. Og þá þyrfti ekki að breyta neinu í íslenska kerfinu. Æ, ég nenni ekki að hugsa um þetta. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.9.2007 kl. 21:12

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Þetta átti að lesast braggen sem reyndar er hræðilegt þegar maður skrifar það. Kannski það verði að vera brag-gen.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.9.2007 kl. 21:15

3 Smámynd: Gunnar Kr.

Takk Stína. Þessi datt nú bara á skjáinn án nokkurrar áreynslu. Svona gerist það stundum. Annars var að detta úr prentsmiðjunni bók sem ég skrifaði á tveggja mánaða tímabili, í apríl og maí, og inniheldur 150 orðagátur í bundu máli.

Gunnar Kr., 25.9.2007 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband