Leita í fréttum mbl.is

Drekka minna, hugsa meira?

Það er nú æði langt síðan ég fór síðast í réttir, en það situr í mér hve jafnfullir flestir virtust vera. En án þess að ota fingri að nokkrum, þá er svona 100 kinda tjón grafalvarlegt.
mbl.is Um 100 kindur drukknuðu í Kálfá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Fanney Valgeirsdóttir

Já það vill oft loða við göngur og réttir að vín sé notað ótæpilega. Annars er það rosalega misjafnt, í ,,mínum" réttum sést ekki vín á nokkrum manni.

Ansi blóðugt að missa 100 stk í ána, spurning hvernig hægt hafi verið að bregðast við þessu.

Annars er líka ótrúlegt hvað þessum rollum dettur í hug, hef séð þær nokkrum sinnum stökkva út í stöðuvatn við rekstur og stefna beina leið út í mitt vatnið. Þegar þær fara svo að synda í hringi þá er ekki lengi að bíða þangað til þær drukkna. Þá er gott að eiga góðan bát og treysta á að fuglarnir reki þær í land...sem hefur gerst

Linda Fanney Valgeirsdóttir, 14.9.2007 kl. 17:20

2 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Möguleg drykkja hafði ekkert með þetta að gera. Það var ólukkuleg ákvörðun einnar kindar sem leiddi til þess, ekki mannleg mistök.

Benjamín Plaggenborg, 14.9.2007 kl. 17:39

3 identicon

Í þeim réttum sem ég fer í drekkur varla maður sopa áður en féð er komið í annarra manna hendur, þ.e. þegar fólkið sem kom til að fylgjast með hjálpar að koma fénu á leiðarenda..

Guðrún (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 23:03

4 identicon

það er alveg ótrúlegt í mannlegu atferli að álykta það versta. Tilbúinn að dæma og framfylgja. Það fylgir því ákveðin vellíðan að geta heima í stofu horft á atburðarrás hverju nafni sem hún nefnis og þóst geta vitað betur. Það er allt í lagi og deila því með sínum er líka allt í lagi. EN ég tel að menn verði og eigi að vanda sig þegar kemur að því að miðla skoðun sinni um víðan völl. Sérstaklega þegar um æru einstaklinga og eða samfélagshópa er að ræða. Vissulega loðir brjóstbirtan við réttir eins annan mannfagnað en ég get sagt þér að smalafólk tekur starfið sitt alvarlega og tappinn sjaldan dregin úr flösku fyrr en að dagsverki loknu og það er það sem þú sérð. og að lokum bloggfólk,,,, vanda sig.

Bjarni Dan (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 10:02

5 Smámynd: Gunnar Kr.

Þú ert sá sem ert að dæma hér, Bjarni Dan. Það rifjaðist bara upp fyrir mér hve jafnfullir flestir virtust vera í réttum sem ég tók þátt í fyrir mörgum árum síðan. Svo mörg voru þau orð.

Mér þykir þú ansi snöggur til stórræðanna sjálfur.

Gunnar Kr., 15.9.2007 kl. 19:37

6 identicon

takk fyrir það, en fyrirsögnin gaf tilefni til þess.

Bjarni Daníelsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 09:50

7 Smámynd: Vigdís

Verð bara að segja að hvernig svo sem ástand manna er í réttunum þá segir það ekkert til um það hvernig ástandið er á leitarmönnum. Það kemst enginn í gegnum þessar leitir ölvaður, og það er ansi hart að fólk sem ekki þekkir til sé að gefa það í skin að þeir menn sem lögðu líf sitt að veði við það að bjarga því sem bjargað varð í þessu tilviki hafi verið ölvaðir.

Vigdís, 16.9.2007 kl. 20:51

8 identicon

Ég verð að taka í sama streng og Bjarni Dan og Vigdís. Þessi fyrirsögn lýsir vanvirðingu við þá sem þarna gerðu allt sem þeir gátu, allsgáðir. Færslan sjálf gerir ekki mikið til að draga úr fyrirsögninni að undanskildum orðunum "án þess að ota fingri að nokkrum" sem þú hafðir þá þegar gert.

Gummi Valur (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband