11.9.2007 | 01:44
Ég hélt nú alltaf að hún héti Kristskirkja…
Ekki efast ég um að þeir sem mættu þangað hafi átt ljúfa stund. En ég var að velta því fyrir mér hvort Dómkirkjan væri ekki við Kirkjustræti og Kirkjutorg, þótt lóðin tilheyri víst Lækjargötu 14a. Hins vegar hélt ég alltaf að kaþólska kirkjan sem stendur við Túngötu, væri kölluð Kristskirkja eða Landakotskirkja ekki Dómkirkjan í Landakoti. Það er kannski búið að breyta því, ætli Villi viti af þessu?
Sálumessa fyrir Pavarotti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
Athugasemdir
Var vígð sem dómkirkja árið 1929
Hefur alltaf heitið með réttu Dómkirkja Krists komungs í Landakoti.
Er að sönnu Dómkirkja kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.
Árið 2000 var hún vígð sem basilika minor ,sem er æðra en Dómkirkja, sú eina á norðurlöndum.
Getur séð þetta á heimasíðu Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi,
www.vortex.is/catholica
Einar Örn Einarsson, 11.9.2007 kl. 02:11
Já, mig „grunti“ þetta svona undir niðri. En meðal óbreytts almennings er hún nú yfirleitt kölluð Landakotskirkja eða Kristskirkja.
Gunnar Kr., 11.9.2007 kl. 02:24
Var að fá rafpóst frá félaga í Kaþólsku kirkjunni á Íslandi og hann sagði:
Svo mörg voru þau orð og rétt skal vera rétt!
Gunnar Kr., 11.9.2007 kl. 15:59
Hún var vígð sem dómkirkja
Varð ekki basilika fyrr en árið 2000
Einar Örn Einarsson, 11.9.2007 kl. 16:27
Sæll aftur Gunnar.
Svo þetta sé alveg á hreinu þá barasta hafði ég samband upp í kirkju, er nefnilega í kaþólska söfnuðinum líka.
Opinbert nafn hennar má sjá hér http://www.vortex.is/catholica/dos.html
eða Basilika Krists konungs,
Dómkirkja,
Landakoti í Reykjavík
Einar Örn Einarsson, 11.9.2007 kl. 16:45
Þá er það á hreinu.
Hins vegar fýsir mig að vita hvort til sé íslenzkt orð yfir Basilíku. Erkidómkirkja?
Sigurjón, 12.9.2007 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.