10.9.2007 | 00:40
Hættuleg ökukennsla!
Í gær fór ég í Smáralind með yngsta syninum. Það var fullt af bílum við aðkeyrsluna til móts við Select og við dóluðum bara rólega með röðinni, vinstra megin, því ég ætlaði svo að beygja til vinstri. Ég hélt satt að segja að það væri löngu komið rautt ljós fyrir aftan mig, þegar ég sé bíl koma á hægri akrein og stoppa við hliðina á mér og gefa stefnuljós til vinstri. Svo kom grænt ljós aftur og þá komst enginn á hægri akrein, fyrir þessum sem var stopp. Vinstri röðin hafði ekkert mjakast, svo hann tekur stefnuljósið af, ekur aðeins áfram, yfir óbrotna línu og treður sér til vinstri og inn í röðina. Þegar hann ók framhjá mér, sá ég að bíllinn var ekki aðeins merktur Ökukennsla, heldur líka: www.okukennslan.is, með stórum stöfum á öllum hliðum bílsins... og undir stýri var ungur piltur, á að giska 16 - 17 ára. Svo þegar röðin mjakaðist áfram beygði hann til vinstri inn á útistæðið, áður en að bílageymsluhúsinu kom, og fór beint á móti bannskiltinu Innakstur bannaður. Ég fór hins vegar í gegnum fyrstu röðina í bílageymslunni og út aftur á útistæðið, þar sem nóg var af stæðum. Svo labbaði ég að kennslubílnum farþegamegin (lesist: kennaramegin) og spurði manninn hvort hann væri að kenna piltinum hvernig ætti ekki að aka? Hann brást hinn argast við og sagðist vera að kenna honum hvernig ætti að aka. Rétt í því kom að kona nokkur og hún hellti sér yfir ökukennarann. Hvað honum gengi eiginlega til að láta piltinn margbrjóta umferðarreglurnar svona. Ég tók undir og benti honum á að hann hefði látið piltinn brjóta a.m.k. 3 - 4 umferðarlög, þar með talið að aka yfir óbrotna línu og aka á móti skiltinu Innakstur bannaður. Kennarinn kvað nei við, það væri ekkert slíkt skilti þar og hann hefði oft ekið þarna inn á bílastæðið, þar væri ekkert skilti. Ég bauðst til að sýna honum skiltið, og svo elti hann mig að útkeyrslunni og viti menn... þar var þetta líka svakastóra rauða skilti, með gulu striki. Ég spurði ökukennarann hvort ekki væri kominn tími á upprifjunarnámskeið í ökukennslu. Þetta þýddi sko Innakstur bannaður. Kennarinn missti andlitið og sagði: Þetta er rétt hjá þér, ég tók ekki eftir þessu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
Athugasemdir
Gott með þig
Baráttukveðjur úr Kópavogi
Kjartan Pálmarsson, 10.9.2007 kl. 01:05
Ekki furða þótt fólk á höfuðborgarsvæðinu keyri eins og svín og brjóti allar reglur og taki ekki tillit til neins. Þeim er greinilega kennt þetta í ökukennslunni.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 10.9.2007 kl. 04:07
Þetta er einmitt það sem ég hef bent á í gegnum tíðina: Ökukennslu á þessu blessaða landi er stórlega ábótavant!
Sigurjón, 12.9.2007 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.